Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Side 28

Vinnan - 01.12.1976, Side 28
íbúðabygginga fyrir launafólk, auk þess sem þær höfðu mjög mikla þýð- ingu fyrir þróun fjármögnunar og lánamála hins aimenna lánakerfis (Húsnæðismálastofnunar ríkisins) á þessum árum og síðar. Skal nú vik- ið að þeim nokkrum orðum. Fyrri hluta árs 1964, einkum í apríl og maí, fóru fram umfangsmiklar viðræður um kjaramál milli Alþýðu- sambands Islands, Vinnuveitendasam- bands Islands og þáverandi rikisstjórn- ar Alþýðuflokksins og Sjálfstaeðis- flokksins. I þeim var, af hálfu hins fyrstnefnda, lögð mikii áhersla á úr- bætur í húsnæðismálum. Lauk þeim með samkomulagi þessara aðila, er undirritað var hinn 5. júní það ár af fulltrúum Alþýðusambands Islands, Vinnuveitendasambands Islands, Vinnumálasambands samvinnufélag- anna og ríkisstjórnarinnar. Sam- komulag þetta var í 4 liðum og fjall- aði einn þeirra um húsnæðismál. Sam- kvæmt honum skuldbatt ríkisstjómin sig til að afla stóraukins fjár til aukn- ingar á lánveitingum Húsnæðismáia- stofnunarinnar til íbúðabygginga, er dregizt höfðu mjög á langinn; ákveðið var að koma á kerfisbreytingu íbúðar- lána, frá og með 1965, á þann veg, að „tryggt verði fjármagn til þess að veita lán til ákveðinnar tölu íbúða á ári og verði loforð fyrir lánunum veitt fyrirfram". Skyldi við það miðað, „að tryggð verði bygging 1500 íbúða á ári, er síðan fari smáhækkandi í sam- ræmi við áætlanir um þörf fyrir nýj- ar íbúðir“. Þá var jafnframt ákveðið, að Húsnæðismálastofnunin skyldi veita efnalitlum félagsmönnum verka- lýðsfélaganna sérstök aukalán. Þá var einnig í samkomulagi þessu bundið fastmælum, að ríkisstjórnin myndi „beita sér fyrir öflun lánsfjár tii byggingar verkamannabústaða". Forsendur fyrir því, að þetta gæti gerst, voru þær, að lagður yrði á launagreiðendur almennur 1% launa- skattur, er rynni til Byggingasjóðs ríkisins (Húsnæðismálastofnunar rík- isins); að ríkisstjómin tryggði sama sjóði fjárframlaa úr ríkissjóði, er næmi 40 miilj. fcróna; að „ríkisfram- lag til Atvinnuleysistryggingasjóðs gangi áriega til kaupa á íbúðarlána- bréfum hins aimenna veðlánakerfis“; (þ. e. Byggingasjóðs ríkisins) að „komið verði á nýju kerfi íbúðar- iána fyrir lífeyrissjóði til samræmis við þær reglur, sem giida um lán húsnæðismálastjórnar“, eins og þar stendur. Þá var einnig í samkomulagi þessu gert ráð fyrir því, að tekin yrði upp vísitölubinding á öllum íbúðarlánum „til þess að þessar aðgierðir nái til- gangi sínum og hið nýja veðlánakerfi geti byggt sig upp með öniggum hætti og hægt verði að lækka vexti og haga lánskjörum í samræmi við greiðslugetu alþýðufjölskyldna“. Lán- in skyldu verða afborgunarlaus í 1 ár en endurgreiðast síðan á 25 árum með 4% vöxtum og jöfnum ársgreiðsl- um vaxta og afborgana. Skyldi full vísitöluuppbót reiknast á ársgreiðsl- urnar. óhætt er að fullyrða, að úrbætur þær, sem fengust með samkomulagi þessu, voru hinar mikilvægustu. Þó var nú skammt stórra högga í milli. Vorið 1965 voru kjaramál launþega á ný til meðferðar. Verka- lýðssamtökin lögðu þá enn mjög mikla áherslu á úrbætur í húsnæðismálun- um. Lögðu þau því fram „TUlögur í húsnæðismálum um lagfæringu á lánakjörum Húsnæðismálastofnunar ríkisins, skipulagt átak í byggingamál- um með fjöldaframleiðslu hagkvæmra íbúða fyrir láglaunafólk á árunum 1966—1970 og endurskoðun laganna um verkamannabústaði og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis“. Leiddu við- ræður um tillögumar til þess að í júlíbyrjun 1965 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu, sem nefnd hefur verið „Júlí-yfirlýsingin 1965“. Er hún í 4 meginliðum. I fyrsta og öðru lagi var ákveðið að hækka fjárhæðir bygging- aríána frá Húsnæðismálastofnun rík- isins og náði sú ákvörðun yfir tíma- bilið 1964—1970. I þriðja lagi var á- kveðið að ríkisstjórnin og Reykja- víkurborg skyldu, í samvinnu við verkalýðssamtökin, „hefjast handa um byggingu hagkvæmra og ódýrra íbúða í fjölbýlishúsum. Stefnt verði að því að nota fjöldaframleiðsluaðferðir og byggðar ekki færri en 250 íbúðir á ári, er byrjað verði á frá og með ár- inu 1966 fram til ársins 1970. A-f þessum 250 íbúðum verði 200 ætlaðar til sölu til lágkunafólks í verkalýðs- félögunum, en 50 verði ráðstafað af Reykjavíkurborg, m.a. í sambandi við útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis“. 1 yfirlýsingunni kom einnig fram mik- ill áhugi og skilningur á gildi þess, að framkvæmdin yrði eins hagkvæm og frekast væri kostur, en jafnframt, að hún yrði stór í sniðum og stefnt að lækkun byggingarkostnaðar „með skipulagningu og fullkomnustu tækni, sem við verður komið“. I henni var einnig ákveðið, að íbúðirnar yrðu seldar með áhvílandi láni frá Byggingarsjóði ríkisins, er næmi 80% af byggingarkostnaði þeirra og væri til 33 ára. Yfirumsjón með fram- kvæmd þessarar byggingaráætlunar skyldi vera „í höndum nefndar, er skipuð sé tveimur fulltrúum frá Hús- næðismálastjórn, einum frá Reykja- víkurborg, einum tilnefndum af Full- trúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík og einum frá Alþýðusambandi Is- knds“. Nefnd þessi var síðan stofnuð og kölluð Framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar. Loks fjallaði yfiriýsing- in í fjórða lagi um það, að unnið yrði að því „af hálfu ríkis og sveitarfékga að tryggja lágkunafólki húsnæði, sem ekki kosti það meira en hóflegan hluta árstekna. I þessu skyni verði nú hafin endurskoðun laga um verka- mannabústaði og gildandi lagaákvæði um opinbera aðstoð vegna útrýmingu heilsuspilkndi húsnæðis-----“. Meg- inmarkmið þeirrar endurskoðunar var endurreisn verkamannabústaðakerfis- ins og verður ekki annað sagt en það hafi náðst með setningu hinna nýju laga í maí 1970. Víðtæk áhrif FB-bygginga- framkvæmdanna Júlí-yfiríýsingin 1965 er merkilegt skjal, sem hefur haft mikla þýðingu og víðtæk áhrif. Þess er að sjálfsögðu enginn kostur að gera því rnikla máli nein teljandi skil hér. Sennilega eru flestir þeirrar skoðunar, að sá liður yfirlýsingarinnar hafi haft mest áhrif, sem fjallar um byggingu: 1250 íbúða í samræmdu byggingarátaki. Ibúðir þessar voru, sem kunnugt er, byggðar í Breiðholti í Reykjavík á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlun- ar. Bygging þeirra er langstærsta skammtíma-átak, sem gert hefur verið Myndir Sigurðar Guttormssonar af híbýl- um alþýðu eru stórmerk heimild um Iífs- kjörin. Hér sjást tvö hús í Reykjavík. 28 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.