Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 32

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 32
Brot úr sögu Almannatrygginga. Félagslegar umbætur hafa verið eitt helsta baráttumál verkalýðs- hreyfingarirmar frá fyrstu tíð. Megin- áhersla hefur verið lögð á hvers konar almannatryggingar. Verka- lýðsfélögin á íslandi ruddu brautina með því að tryggja sjálf félagsmenn sína gegn sjúkdómum og slysum en börðust jafnframt fyrir tryggingum í samningum við atvinnurekendur. Hinn pólitíski armur hreyfingar- innar beitti sér fyrir setningu Iaga um almannatryggingar á Alþingi. Á þessu sviði hefur mikið áunnist frá stofnun fyrstu verkalýðsfé- Iaganna. Langt er þó frá því að end- anlegum sigri sé náð. Áfram mun verkalýðshreyfingin berjast fyrir auknum úrbótum á réttindum alþýðunnar og standa jafnframt traustan vörð um þann rétt sem unnist hefur. Þær Guðrún Helgadóttir og Þorgerður Benediktsdóttir, starfs- menn Tryggingastofnunar ríkisins, hafa dregið saman eftirfarandi brot úr sögu almannatrygginganna. 1 fyrsta kaflanum, um Evrópu, er eingöngu um að ræða tilvitnanir í bókina „Félagsmál á lslandi“ og fyrirlestur Þorsteins Erlingssonar á fundi Dagsbrúnar. 1 köflunum um fsland stikla þær á stærstu atriðum varðandi þróun almannatrygginga landsins. EVRÓPA Kenningar upplýsingartímabilsins og frönsku stjórnarbyltingarinnar um mannréttindin, krafan um frelsi og jafnrétti — ekki aðeins lagalegt, held- ur einnig félagslegt jafnrétti — ruddu brautina fyrir félagsmáiaiöggjöf 19. aldarinnar. Kristindómurinn kenndi, að allir væru jafnir fyrir guði og hon- um jafnkærir, en mannréttindakenn- ingin var á þá leið, að allir ættu að vera jafnir fyrir Jögunum, án tillits til stéttamismunar. Krafan um félagsleg- an jöfnuð og réttlæti var lyftistöng þedrra umbóta í félagsmálum, sem áttu sér stað á 19. og 20. öldinni. Þær stefnur, sem gengust fyrir fé- lagslegum umbótum á því tímabili, eru margar og margvíslegar. Áhrifa- ríkastar voru kröfur hinna fátæku jstétta sjálfra, verkalýðsins, sem þekktu bölið af eigin reynd. Verkalýðshreyfingin og sósíalism- inn börðust í sínum margvísbgu myndum fyrir félagslegum umbótum með samningum við atvinnurekendur, með nýrri löggjöf eða með eigin sam- tökum. Félög verkamanna tryggðu meðlimi sína gegn sjúkdómum, slys- um og atvinnuleysi, með samningum við atvinnurekendur fengu þau vinnu- tímann styttan og aðbúnaðinn í verk- ,smiðjunum bættan, á löggjafarþingum fengu fulltrúar þeirra samþykkt fjár- framlög til trygginganna, löggjöf um vinnutímann og fjölmargt fleira. Þessi þríþætta starfsemi og barátta hinna faglegu og pólitísku félaga verkalýðs- ins hefur án efa verið langsterkasta lyftistöng hinna faglegu umbóta. Félagsmál, ritstj. Jón Blöndal, Reykjavík 1942, bls. 6. En það var þó ekki aðeins félags- skapur verkamannanna sjálfra, sem tók upp baráttuna fyrir félagslegum umbótum og félagsmálalöggjöf . . .1 ÞýskaJandi verður sérstaklega vart við mikinn áhuga fyrir félagsmálalög- gjöf á meðal frjálslyndra og jafnvel einnig íhaldssamra stjórnmálamanna og hagfræðinga. Má þar til nefna hinn svo nefnda sögulega hagfræðinga- skóla, hinn svo nefnda háskólasósíal- jsma (kateder-sósíalismann) og fleiri greinar af sama stofni. Á síðustu tímum er farið að tala um „social-kon- servativa“ flokka, þ.e. íhaldsflokka. sem hafa félagslegar umbætur á stefnuskrá sinni. Merkileg og víðfræg er tryggingalöggjöf sú, sem íhaldsmað- urinn Bismarck kom á í Þýskalandi. Tilgangur hans var að gera verka- mennina hlynnta ríkisvaldinu og frá- hverfa sósíalismanum. Hann ætlaði sér að vinna bug á sósíalismanum með því að framkvæma að nokkru leyti sjálfur stefnumál hans. Það var til- raun, sem tókst þó ekki. FélagsmáJ, bls. 6. Alþýðutryggingamar em lengi vel að mestu byggðar á frjálsri starfsemi og félagsskap. En smám saman fer hið opinbera að láta þær til sín taka, í fyrstu aðallega með styrkjum til hinna frjálsu trygginga. Stærsta átak löggjaf- arvaldsins á þessu sviði var þó trygg- ingariöggjöf Bismarcks á níunda tug 19. aldarinnar. Sú löggjöf var mjög víðtæk og varð fyrirmynd alþýðu- trygginga víða um heim. Árið 1911 kom Lloyd George á mjög merkri tryggingalöggjöf í Eng- landi, sjúkra-, örorku- og atvinnuleys- istryggingum. Annars kveður lítið að atvinnuleysistryggingum fyrr en eftir heimsstyrjöldina 1914—1918, þegar milljónaherirnir komu á vinnumark- aðinn. Styrjöldin hafði í för með sér stór- kostlegar breytingar og framfarir í fé- lagsmálalöggjöfinni. Völd og áhrif verkalýðsins uxu um allan heim, og ótal ný félagsleg vandamál kröfðust úrlausnar. Má sem dæmi nefna at- vinnuleysið, húsnæðisekluna, forsjá og lækning allra þeirra, sem stríðið hafði gert að hkamlegum eða andlegum ör- yrkjum. Félagsmál, bls. 8 og 9. Ég veit ekki hvort ykkur sýnist hér nokkur hlutur þurfa umbóta við — 32 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.