Vinnan - 01.12.1976, Síða 33
Skipshöfn. Myndin er tekin árið 1900.
nokkur ákveðinn hlutur, sem ykkur
kemur við.
Að heimta framfarir óákveðið —
einhverjar framfarir, sparnað og um-
bætur, svona út í bláinn — er miklu
verra en að þegja. Það leiðbeinir eng-
um manni, vekur enga hugsun hjá
neinum, en gerir allar umbótakröfur
að gjálfri. Mér finnst nálega ekkert
það til hér, sem ekki þurfi að hafa
endaskipti á.
Ég ætla nú samt ekki að þylja upp
neina málefnarunu, það yrði sama
gjálfrið, því að hér er enginn tími til
að færa nægileg rök. En óg skal í fá-
um dráttum benda á hverju verka-
menn í nágrannalöndunum hafa kom-
ið áleiðis.
Ellistyrkur er víða kominn á. Ekki
ósóminn og ranglætið, sem hér er ver-
ið að burðast með, heldur 20 til 30
krónur á mánuði fyrir hvern 60—70
ára gamla karla og konur, er eigi hafa
tekjur, sem því svara annarstaðar frá.
Það eru bein eftirlaun úr rikissjóðn-
um, og fylgir því heiður, en er engin
ölmusugjöf. Þetta eru gildandi lög í
Danmörku, Englandi, Frakklandi og
Sviss, með ýmsu fyrirkomulagi — og
yíðar er stefnt í sömu átt. Verkalýður-
inn leggur þar víðast sérlega lítið
fram, því að nú er viðurkennt, að laun
þeirra eru svo lítil, að þeir lifa aðeins
VINNAN 33