Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 42

Vinnan - 01.12.1976, Page 42
1. maí í Reykjavík 1923. Hér fer á eftir 1. maí ávarp reykvískrar alþýðu: I dag er 1. maí. I dag er hátíðisdagur meðal verkamanna, allra alþýðumanna, allra jafnaðarmanna um allan heim. I dag er sumardagur. I dag boða allir jafnaðarmenn um allan heim mannkyninu nýtt sumar, þar sem ævinlega skín sól frelsis, jafnréttis og bræðralags meðal mannanna. 1 dag er virkur dagur. í dag starfa allir alþýðumenn um allan heim, en — ekki hörð- um höndum, heldur með hug og hjarta, og smíða, — ekki verk- færi og vélar, heldur andleg „sverð í sannleiks og frelsisins þjónustu gerð“. í dag er gleðidagur. f dag ganga íslenzkir alþýðu- menn, íslenskir jafnaðarmenn til gleði með bræðrum sínum og og systrum í öðrum löndum, taka með þeim undir þann söng, sem er svo voldugur, að sjálf fram- tíðin stenzt ekki og kemur til vor. f dag erum vér framtíðarinnar. Þessar myndir eru allar úr síðari tíma verkfallsaðgerðum. Til vinstri eru verk- fallsverðir Dagsbrúnar en að neðan er verk- failsnefnd verkakvenna á Akranesi frá síð- ustu átökum. a) Reynt var að hamla gegn kaup- lækkunum. Dæmi: Togaraverkfall- ið í Reykjavík 1923, Kolaverkfall- ið í Vestmannaeyjum 1926, verk- fall Dagsbrúnar og Framsóknar í Reykjavík 1926, verkfall á Norð- firði 1926, Gamadeilan í Reykja- vík 1930. b) Reynt var að hækka kaupið. Dæmi: Verkfall síldarstúlkna á Siglufirði 1925, Togaraverkfall í Reykjavík 1929, Krossanesverk- fallið 1930. Verkföll stóðu yfirleitt skamman tíma, að undanteknum tveimur verk- föllum Sjómannafélags Reykjavíkur. Verkfall félagsins 1923 stóð í þrjá mánuði og verkfallið 1929 tvo mán- uði. Sum verkföll vom harðvítug og kom til handalögmála. Einkum virtust slagsmál líkleg í verkföllum, sem háð voru vegna tilrauna atvinnurekenda til að lækka kaup verkafólks. Slags- mál urðu í togaraverkfallinu 1923 (Blöndahlsslagurinn), Kolaverkfallinu 1926 og GamaverkfaUinu 1930. Átt- ust þar við verkamenn og stuðnings- menn atvinnurekenda. Hinir síðar- nefndu nutu aðstoðar lögreglu. Atvinnurekendur og ríkisvald við- urkenndu ekki rétt verkalýðsfélaga til verkfalla og samninga. Þess vegna beitti verkalýðshreyfingin stundum ofbeldi til að verkföll væru ekki brot- in á bak aftur og vinna hafin á ný án þess að samningar hefðu verið gerðir við verkalýðsfélögin. I þessum tilvikum er því beiting ofbeldis ekki merki um styrkleika verkalýðshreyf- ingarinnar. Verkalýðsfélögin grípa til ofbeldis, vegna þess að þau eru í hættu stödd. Tilverurétti félaganna er ógnað og þau eiga ekki margra kosta völ. Annað hvort er ofbeldi beitt eða réttur verkalýðsfélaganna til verkfalla er fyrir borð borinn“. 1 lokakafla ritsins dregur höfundur saman niðurstöður sínar og síðan fylg- ir mjög ítarleg heimildaskrá. 42 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.