Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Síða 46

Vinnan - 01.12.1976, Síða 46
Störf miðstjórnar og skrifstofu ASÍ. Oft heyrist talað um miðstjórn ASl sem skrifstofu- veldi, forystan og skrifstofan ráði einu og öllu í verkalýðshreyfingunni. Yerka- Iýðssamtökunum sé miðstýrt frá skrifstofu ASl og þar séu allar ákvarðanir teknar. Aðrir halda því aftur á móti fram, að Alþýðusamband- ið sé of veikt sem þjónustustofnun félaganna og starf þess þurfi mjög að efla á komandi árum. Vinnan leitaði því til þriggja starfsmanna Alþýðu- sambandsins, Snorra Jónssonar, framkvæmdastjóra, Ólafs Hannibalssonar, skrifstofu- stjóra og Ásmundar Stefánsson- ar, hagfræðings, til að ræða við þá um skipulag og starfsemi Alþýðu- sambandsins og fá fram skoðun þeirra á kenningunni um ASÍ sem skrifstofuveldi. Vinnan: Hvað eru aðildarfélög ASÍ mörg og hvemig er skipulagstengslum þeirra við ASÍ háttað? Snorri: Alþýðusambandið er myndað af landssamböndum og verkalýðsfélögum sem eru með beina aðild að ASÍ. Upphaflega var aðeins um félagaaðild að ræða, en á þingi ASÍ 1968 var gerð skipulagsbreyting sem grundvallast á því að ASÍ byggist upp af landssamböndum sem félögin eiga aðild að. Þau félög sem enn eru utan landssam- banda hafa annað tveggja kosið þá skipan, en til þess hafa þau frelsi skv. lög- um ASÍ, eða ekkert landssamband hefur verið myndað, sem þau eðli sínu sam- kvæmt ættu heima í. í ASÍ eru nú 8 landssambönd og 43 verkalýðsfélög með beina aðild. Alls eru verkalýðsfélögin innan vébanda ASÍ 225 og félagsmenn um 47 þúsund talsins. Vinnan: Hvert er hið eiginlega hlutverk Alþýðusambandsins? Snorri: I 3. gr. laga Alþýðusambandsins segir um hlutverk þess: „Hlutverk sam- bandsins er að hafa forystu í stéttarbar- áttu og félagsstarfsemi alþýðunnar á Islandi með því m.a. að móta og samræma heild- arstefnu samtakanna í launa- og kjaramál- um. Framkvæmdir í þessu skyni annast stétt- arfélögin sjálf, eða sambönd þeirra í um- boði félaganna ásamt þingi, _ sambands- stjórn og miðstjórn Alþýðusambandsins". Þar sem segir hérna í 3. gr. „í um- boði félaganna" er höfðáð til þess að það eru félögin sem hafa samningsréttinn og ákvörðunarvaldið um það hvort verkfalls- vopninu skuli beitt hverju sinni. 4. gr. laga ASÍ hljóðar svo: „Markmið Alþýðusambandsins er: a) Að vinna að því, að aðildarsamtökun- um sé stjómað eftir sameiginlegum reglum með það að markmiði að efla starf þeirra til að bæta kjör launafólks og samræma hagsmuni þess í efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu tilliti. b) Að beita sér fyrir því að launafólk sé skipulagt í verkalýðsfélögum, og að fé- lögin séu aðilar að landssamböndum inn- an ASÍ. c) Að veita aðildarsamtökum hvem þann styrk og hjálp, sem sambandið getur í té látið til eflingar starfsemi þeirra, og að vernda rétt þeirra. d) Að gangast fyrir gagnkvæmum stuðn- ingi stéttarfélaga og landssambanda hvers við annað í verkföllum, verkbönnum og hvers konar deilum um kaup og kjör, enda séu þær deilur viðurkenndar af sam- bandinu eða hafnar að tilhlutan þess. e) Að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings í félagsmálum með því m.a. að gefa út eða stuðla að útgáfu blaða, bóka og ritlinga, og að láta flytja skýrsl- ur, fréttir, ritgerðir og greinar, er sam- tökin varða. f) Að efla samvinnufélagsskap í hvers- konar hagsmuna- og menningarskyni fyrir alþýðu landsins. g) Að vinna að því að koma fram lög- gjöf um hagsmuna- og menningarmál alþýð- unnar. h) Að taka þátt í samstarfi hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar og stuðla að einingu hennar. Vinnan: Hvernig framkvæmir Alþýðu- sambandið þessi markmið? Snorri: Þing ASÍ eru haldin fjórða hvert ár og þar er stefnan mörkuð í stórum dráttum, t.d. í efnahags- og kjaramálum. Til þess að vinna að þessum verkefnum á hverjum tíma eru haldnar sérstakar ráð- stefnur, þar sem fulltrúar Landssambanda og félaga með beina aðild eiga fulltrúa. Þar er stefnan útfærð en hvert félag verð- ur, eins og áður segir, að gefa umboð til þess að Alþýðusambandið eða nefnd á þess vegum fari með samningamálin. Þeg- ar meta skai hvað muni unnt að fá út úr samningum við atvinnurekendur hverju sinni, eða hvort skella skuli á vinnustöðv- un, þá ákvarðast það af félögunum sjálf- um. Þannig má segja að ASÍ sé ekki sterkt á sama hátt og samböndin á hinum Norð- urlöndunum. Þar hafa þau raunverulegt vald, sérstakiega þó landssamböndin, en hér er áhrifavaldið hjá félögunum sjálfum. Nokkur ágreiningur er innan samtak- anna um það hvort þessu eigi að vera skip- að eins og nú er, eða taka skuli upp aukið miðstjórnarvald. Vinnan: Hver er þín skoðun á því? Snorri: Mín skoðun er sú, að eins og aðstæður allar eru í dag séu ekki efni til þess að breyta þessu. Maður verður að gá að því að þetta vald hjá félögunum bygg- ist á áratuga gamalli hefð. Ég skal hins vegar játa að oft á tíðum gæti maður ósk- að aukins valds miðstjómar í einstökum tilfellum. Vinnan: Hvernig starfar miðstjórnin? Snorri: Miðstjórn heldur fundi og tekur fyrir þau erindi sem berast og þau verk- efni, sem hún telur að þurfi úrlausnar 46 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.