Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 47

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 47
Hannibal Valdimarsson, þáverandi forseti ASÍ býður Jónas frá Hrifiu velkominn á hátíðahöldin 1966. hverju sinni. Þar eru mál afgreidd með meirihlutaákvörðun eða samkomulagi. Al- þýðusambandið hefur enga framkvæmda- stjóm, þannig að 15 manna miðstjórn Al- þýðusambandsins gegnir um leið hlutverki framkvæmdastjómar. Miðstjóm kemur saman 20—30 sinnum á ári og tekur til afgreiðslu gífurlegan fjölda mála. Á Alþýðusambandsþingum er einnig kosin svokölluð sambandsstjórn, skipuð um 50 mönnum, og kemur hún saman ár hvert á milli þinga. Ólafur: Hlutverk sambandsstjómar er fyrst og fremst að vera stefnumarkandi milli þinga. Miðstjórnin fæst meira við hin daglegu mál og framfylgir stefnumörkun sambandsstjórnar og þings ASÍ, þ.e. sam- ræmir hana við líðandi stund. Skrifstof- unni er síðan ætlað að framkvæma sam- þykktir miðstjórnar. Vinnan: Vilt þú, Ólafur. greina í stuttu máli frá þvi hver eru meginviðfangsefni skrifstofunnar. Ólafur: Það er nú ef til vill fyrst frá því að segja, að það er ekki mjög afmörkuð verkaskipting innan sambandsins og oft hefur maður heyrt á sambandsstjómar- fundum að afmarka þyrfti betur hver væru verkefni hvers starfsgreinasambands fyrir sig og hver væru verkefni Alþýðusambands- ins. En í höfuðdráttum má segja að skrif- stofa ASÍ sé upplýsingamiðstöð fyrir fé- lögin og samböndin og aðstoði þau í hvers konar vandamálum sem upp koma. Viö önnumst auk þess þau mál, sem hvert fé- lagasamband getur ekki tekið að sér eitt sér. T.d. annast Alþýðusambandið næstum öll samskipti við ríkisvaldið og atvinnu- rekendur sem lúta að verkalýðssamtökun- um í heild. Til umsagnar Alþýðu- sambandsins er vísað geysilega mörgum málum frá ríkisvaldinu og einstökum stofnunum þess. Þá er leitað til Alþýðu- sambandsins bæði um túlkun á samning- um og til að fá úrskurði í hvers konar deilumálum sem upp kunna að koma. Skrifstofan annast ýmiss konar sameig- inlega þjónustu fyrir félögin: milligöngu um lögfræðilega aðstoð, skýrslugerð og út- reikninga. En þetta er nú ekki fjölmenn skrifstofa. Hér vinna 8 manns. Forsetinn og varaforsetinn fást við félagsmálaþátt- inn. Þau tvö ár sem hagfræðingur ASÍ hefur starfað hafa verkefni hans fyrst og fremst verið að annast hvers konar aðstoð í samningum og undirbúning þeirra. Þá vinna hér tveir hagræðingar, sem aðstoða félögin við þá bónussamninga, sem í gildi eru eða upp kunna að vera teknir. Þeir þrír, sem þá eru ótaldir sinna al- mennum bréfaskriftum og öðru sem með þarf í svona stórum samtökum. Miðstjórn og skrifstofan annast einnig að mestu leyti utanríkisviðskipti samtakanna, samskipti bæði við verkalýðshreyfingu annarra landa og við þau alþjóðasamtök og stofn- anir, sem við höfum samband við, eins og Norræna verkalýðssambandið, Evrópusam- bandið, Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga og Alþjóða vinnumálasamband- ið. Vinnan: Er Alþýðusambandið virkur þátttakandi í þessu alþjóðastarfi? Ólafur: Það má kannski deila um hversu virkur þátttakandi það eigi að vera. Fjar- lægð okkar frá Evrópu gerir það að verk- um, að við eigum mjög óhægt um vik, yfirleitt tekur langan tíma að sækja hvers konar ráðstefnur og fundi, sem við eig- VINNAN 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.