Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 47
Hannibal Valdimarsson, þáverandi forseti ASÍ býður Jónas frá Hrifiu velkominn á hátíðahöldin 1966.
hverju sinni. Þar eru mál afgreidd með
meirihlutaákvörðun eða samkomulagi. Al-
þýðusambandið hefur enga framkvæmda-
stjóm, þannig að 15 manna miðstjórn Al-
þýðusambandsins gegnir um leið hlutverki
framkvæmdastjómar. Miðstjóm kemur
saman 20—30 sinnum á ári og tekur til
afgreiðslu gífurlegan fjölda mála.
Á Alþýðusambandsþingum er einnig
kosin svokölluð sambandsstjórn, skipuð
um 50 mönnum, og kemur hún saman ár
hvert á milli þinga.
Ólafur: Hlutverk sambandsstjómar er
fyrst og fremst að vera stefnumarkandi
milli þinga. Miðstjórnin fæst meira við hin
daglegu mál og framfylgir stefnumörkun
sambandsstjórnar og þings ASÍ, þ.e. sam-
ræmir hana við líðandi stund. Skrifstof-
unni er síðan ætlað að framkvæma sam-
þykktir miðstjórnar.
Vinnan: Vilt þú, Ólafur. greina í stuttu
máli frá þvi hver eru meginviðfangsefni
skrifstofunnar.
Ólafur: Það er nú ef til vill fyrst frá því
að segja, að það er ekki mjög afmörkuð
verkaskipting innan sambandsins og oft
hefur maður heyrt á sambandsstjómar-
fundum að afmarka þyrfti betur hver væru
verkefni hvers starfsgreinasambands fyrir
sig og hver væru verkefni Alþýðusambands-
ins. En í höfuðdráttum má segja að skrif-
stofa ASÍ sé upplýsingamiðstöð fyrir fé-
lögin og samböndin og aðstoði þau í hvers
konar vandamálum sem upp koma. Viö
önnumst auk þess þau mál, sem hvert fé-
lagasamband getur ekki tekið að sér eitt
sér. T.d. annast Alþýðusambandið næstum
öll samskipti við ríkisvaldið og atvinnu-
rekendur sem lúta að verkalýðssamtökun-
um í heild. Til umsagnar Alþýðu-
sambandsins er vísað geysilega mörgum
málum frá ríkisvaldinu og einstökum
stofnunum þess. Þá er leitað til Alþýðu-
sambandsins bæði um túlkun á samning-
um og til að fá úrskurði í hvers konar
deilumálum sem upp kunna að koma.
Skrifstofan annast ýmiss konar sameig-
inlega þjónustu fyrir félögin: milligöngu
um lögfræðilega aðstoð, skýrslugerð og út-
reikninga. En þetta er nú ekki fjölmenn
skrifstofa. Hér vinna 8 manns. Forsetinn
og varaforsetinn fást við félagsmálaþátt-
inn. Þau tvö ár sem hagfræðingur ASÍ
hefur starfað hafa verkefni hans fyrst og
fremst verið að annast hvers konar aðstoð
í samningum og undirbúning þeirra. Þá
vinna hér tveir hagræðingar, sem aðstoða
félögin við þá bónussamninga, sem í gildi
eru eða upp kunna að vera teknir.
Þeir þrír, sem þá eru ótaldir sinna al-
mennum bréfaskriftum og öðru sem með
þarf í svona stórum samtökum. Miðstjórn
og skrifstofan annast einnig að mestu leyti
utanríkisviðskipti samtakanna, samskipti
bæði við verkalýðshreyfingu annarra
landa og við þau alþjóðasamtök og stofn-
anir, sem við höfum samband við, eins og
Norræna verkalýðssambandið, Evrópusam-
bandið, Alþjóðasamband frjálsra verka-
lýðsfélaga og Alþjóða vinnumálasamband-
ið.
Vinnan: Er Alþýðusambandið virkur
þátttakandi í þessu alþjóðastarfi?
Ólafur: Það má kannski deila um hversu
virkur þátttakandi það eigi að vera. Fjar-
lægð okkar frá Evrópu gerir það að verk-
um, að við eigum mjög óhægt um vik,
yfirleitt tekur langan tíma að sækja hvers
konar ráðstefnur og fundi, sem við eig-
VINNAN 47