Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 15
15
Björn Grétar Sveinsson: Pað hefur stundum verið sagt að við sem erum í verkalýðsmálum eigum ekki að skipta okkur afflokkunum.
stefnuna. Þar erum við að móta okkar
stefnu sem verður flutt inn í flokkana —
Það blasir við að bein áhrif
verkalýðshreyfingarinnar á Alþingi eru
orðin sáralítil. Telur þú það óheppilega
stöðu?
— Já, þessi beinu áhrif verkalýðs-
hreyfingarinnar inni á Alþingi eru eigin-
lega engin orðin. Það þykir mér vond þró-
un vegna þess að stefnumótun og ákvarð-
anataka í öllum mikilvægustu málunum
fer þarna fram og þar sem ég tel að verka-
lýðshreyfingin eigi að beita áhrifum sín-
um gegnum flokkana er nauðsynlegt að
menn úr hennar röðum komist inn á þing.
Verkalýðshreyfingunni er ekkert mann-
legt óviðkomandi og því eigum við að
beita okkur alls staðar og koma okkur alls
staðar inn þar sem við getum orðið til
góðs fyrir félaga okkar, fyrir verkalýðs-
hreyfinguna. Málið snýst um það; þetta er
rammpólitísk barátta, verkalýðspólitík.
Framboð verkalýðs-
hreyfingarinnar
— Er hugsanlegt að þú gefir kost á þér
íframboð?
— Það hafa engar ákvarðanir verið
teknar um neitt slíkt. En ég reikna með,
og það er mín skoðun, að komi upp slíkar
spurningar varðandi okkur sem erum í
þessari baráttu — ekki endilega mína per-
sónu — þá hljótum við að skoða það
mjög alvarlega. Reyndar tel ég að við
megum hreinlega ekki svíkjast undan ef
slík tækifæri koma.
— Er ekki tími til kominrí að fara að
líta á þessi'mál í fullri alvöru, nú þegar
rúmt ár er til nœstu alþingiskosninga?
— Eins og ég sagði tel ég að bein áhrif
okkar inni á Alþingi séu of líti og telji
maður að eitthvað sé of lítið hlýtur maður
að vilja reyna að skerpa það. Þetta má
ekki verða einhver latínuskólasamkoma.
Ef ekki tekst að beita áhrifum innan
stjórnmálaflokkanna launafólki til
hagsbóta verður að grípa til annarra ráða.
I þessu vaxandi atvinnuleysi hefur mér
fundist aukast skilningur ýmissa hópa í
þjóðfélaginu, meðal annars hópa eins og
listamanna, að leggja hagsmunamálum
verkalýðshreyfingarinnar lið, gera mál-
efni hennar að sínum. Fólk vill í einlægni
byggja upp aftur þau tengsl sem voru
meiri hér áður fyrr
- Við heyrum líka þau viðhorf að
verkalýðsforystan hafi alls ekki staðið
sig, hún hafi alls ekki verið nógu hörð.
- Tekjuskiptingin í þjóðfélaginu er vit-
anlega óásættanleg eins og hún er. Ef
menn hefðu haft dug í sér til að taka á
henni væri ástandið ekki eins og það er
nú; við höfum alls ekki náð þeim slag-
krafti sem hefur þurft. En með samning-
um undanfarinna ára tókst okkur þó að
koma á ákveðnum stöðugleika og hann
stendur eftir, en ef eitthvað er þá er mis-
réttið í þjóðfélaginu meira en það var, og
við Jrað er ekki hægt að sætta sig.
Eg er alls ekki að boða verkföll. En ef
meira hefði átt að fást með samningum
hefði þurft að fara í hart. Til að fara út í
aðgerðir hefði hins vegar þurft hugarfars-
breytingu, en sú hugarfarsbreyting hefur
ekki orðið. Spurningin er líka alltaf sú,
hvort eitthvað hefði komið út úr hörðum
aðgerðum; hér er allt tryggt í bak og fyrir
- nema launin. Hættan er sú séu launa-
hækkanir knúnar fram verði þessar
sjálfvirku reikningsaðferðir settar í gang
og kaupmátturinn standi eftir óbreyttur.
Árið 1986 var samið um 20 til 30 pró-
senta kauphækkun, sem var horfin eftir
fáeina mánuði. Verkföll eru engin alls-
herjarlausn; það þarf að vera tryggt að
það sem kemur út úr þeim haldi. Það er
yfirleitt engin allssherjarlausn til í þessu,
þetta snýst náttúrlega um að ná sem
mestu með því að fórna sem minnstu,
segir Björn Grétar Sveinsson, formaður
V erkamannasambandsins..
VINNAN