Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Side 14

Vinnan - 01.04.1994, Side 14
14 máttar — og atvinnuleysið. Atvinnuleys- ið bitnar nefnilega líka á þeim sem hafa vinnu; það kemur fram í harðari afstöðu vinnumarkaðarins í túlkunum á kjara- samningum og réttindum. Þetta er mjög einkennandi um allt land og er engin til- viljun, þetta er sinfónía sem er stjórnað héðan úr Reykjavík og er í sjálfu sér ekk- ert séríslenskt fyrirbrigði. Þetta eru taktar sem teknir eru í atvinnuleysinu um alla Evrópu og eru að mínu mati illskiljanleg- ir því svona viðhorf er í sjálfu sér ákaf- Iega harðneskjulegt; það skapar ástand á vinnustöðunum sem er engum til fram- dráttar þegar fram í sækir þótt þeir haldi að svo sé. Að fólk skuli tala mikið um þessa hluti kemur okkur í Verkamannasambandinu ekki á óvart því það er einmitt óhemju mikið leitað til okkar með mál af þessu tagi, þar sem verið er að túlka samninga mjög þröngt og í mörgum tilfellum ekki í takti við það sem áður hefur verið. Og því miður biðja margir um að mál þeirra fari ekki lengra, þannig að ekki sé hægt að rekja það til þeirra. Fólk er einfaldlega hrætt um atvinnuna sína. En það er ekki aðeins verið að kvarta undan samdrætti í atvinnu og illri með- ferð atvinnurekenda á starfsfólki sínu. Mikið er rætt um það úti um allt land að auka þurfi fullvinnslu á fiskinum til að vega upp á móti minnkandi afla. Þetta er sem sagt engin ný umræða en það er eins og hljómgrunnurinn fyrir henni sé meiri núna en oft áður og allir séu tilbúnir að stíga fastar til jarðar í þessum áherslum og séu sammála um að það þurfi að taka verulega á úrvinnslunni til að fá meiri virðisauka á þessa vöru. Það er reyndar verið að fullvinna mik- inn afla. Það er bara verið að vinna mest af honum í Bretlandi, Frakklandi, Amer- íku — einhvers staðar annars staðar en hér heima. Þetta er náttúrlega stefna sem gengur ekki. Það er verið að stýra veið- unum og það er ekkert að því að stýra vinnslunni líka. Við verðum að endur- skoða þessa sjávarútvegsstefnu í heild og taka upp fiskvinnslustefnu ekki síður en fiskveiðistefnu. Þar með berst talið að frystitogurunum sem fer stöðugt fjölgandi með þeim ör- lagaríku afleiðingum að vinnan flyst í vaxandi mæli frá landverkafólki út á sjó. Þetta finnst Birni Grétari kolröng stefna Bein áhrif verkalý&s- hreyfingarinnar inni á Alþingi eru eiginlega engin or&in og hann gefur lítið fyrir þau rök útgeðar- manna að rekstur frystitogara sé hag- kvæmari en vinnsla í landi. Skynsemisstefna!? — Það fara óhemju miklar fjárfesting- ar í þessa frystitogara á sama tíma og frystihúsin standa auð og nú liggur Al- þingi yfir því að búa til úreldingarsjóð til að kaupa frystihús sem standa auð og eru ekki rekstri! Ef þetta er skynsemisstefna þá er ég hættur að skilja. Nú er ég ekki að segja að frystitogarar eigi ekki rétt á sér. Aðalatriðið er að jafna samkeppnisstöðu þeirra og frystihúsanna. Þetta er alltaf spurning um markað. Full- vinnsla er ekki endilega að setja rasp utan á fiskinn. Flún getur verið á svo mörgum stigum; sums staðar er hægt að selja á- kveðið magn af ferskum flökum — það er þá fullvinnsla á vissu stigi. En það þarf líka að taka tillit til margfeldisáhrifa vinnslu í landi á greinar sem eru bein- tengdar sjávarútvegi: járniðnað, rafeinda- tækni, umbúðaframleiðslu og þannig mætti lengi telja. Kjarni málsins er sá að mestu máli skiptir hversu mikið verðmæti er hægt að skapa fyrir þjóðarbúið. Það hlýtur að vera hagkvæmast fyrir okkur öll að þeir pen- ingar sem myndast í framleiðslunni verði til í landinu. Það er vont þjóðfélag þar sem atvinnuleysi er á því marki sem við höfum nú þegar. Mannskepnunni er ekki eðlilegt að hafa ekki vinnu. Það að hafa vinnu er meðal þeirra mannréttinda sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir — rétt- urinn til vinnu. Þetta samþykkja allir stjórnmálaflokkar og þeir messa þetta — í öllu falli þegar kosningar nálgast! Frá þessari hlið umræðunnar er bein leið í umræðu um menntun. Athygli verkalýðsforystunnar hefur undanfarið beinst æ meir að nauðsyn menntunar í nútímaþjóðfélagi. Sú umræða á sér ekki síður stað meðal ófaglærðs verkafólks. Sú staðreynd verður stöðugt auðsærri að til að ná þeim markmiðum að auka full- vinnslu sjávarafla og gera hann sem verð- mætastan þarf að mennta það fólk sem fæst við slík störf. — Menntakerfið þarf að vera þannig upp byggt að hægt sé að mennta fólk til starfa og símennta það eftir því sem tím- arnir breytast. Þessu hefur ekki verið sinnt nægilega mikið hér, einkum gagn- vart fólki í framleiðslustörfunum, þessum verðmætu störfum. Við lítum mjög til þess í Verkamannasambandinu að móta okkur starfsmenntastefnu og þar hafa fleiri komið við sögu. Landssambönd ó- faglærðs fólks eru farin að vinna saman og ég vænti mér mjög mikils af því sam- starfi. Við stöndum frammi fyrir því að fólk með starfsréttindi getur sótt í okkar störf; það er ekkert sem bremsar það af að störf sem ófaglært fólk hefur haft um áratugaskeið verði af þeim tekin. Eigum að hafa áhrif á flokkana — Mig langar til að beina talinu að tengslum verkalýðsbaráttunnar og flokkapólitíkur. Olíkt því sem gerist hjá frændum okkar annars staðar á Norður- löndum starfar verkalýðshreyfingin hér óháð pólitísku flokkunum, enda sitja þar í forystu fulltrúar flokkanna allra. Sjálfur hefur þú ekki hikað við að marka þér bás í pólitískum flokki, verið framarlega í Al- þýðubandalaginu, en það eru ekki allir jafn hrifnir af slíkum tengslum. — Já, það hefur stundum verið sagt að við sem erum í verkalýðsmálum eigum ekki að skipta okkur af flokkunum. Þetta er að mínu mati alveg víðáttuvitlaust! í okkar lýðræðisþjóðfélagi eru ákvarðan- irnar um allan okkar lífsferil teknar inni í stjómmálaflokkunum og þetta er ákaflega einfalt í mínum huga: Ég hef kosið mér á- kveðinn flokk til þess að starfa í, aðrir hafa kosið sér aðra flokka, og við sem erum í verkalýðshreyfingunni hljótum að mynda okkur stefnu sem við síðan kom- um á framfæri, hvert í sínum stjórnmála- flokki. Ef minn flokkur hefur ekki sömu stefnu og ég reyni að framfylgja í Verka- mannasambandinu hljóta að koma upp á- kveðnir árekstrar. Það er mín skoðun að þegar slíkt gerist eigum við að reyna að hafa áhrif á flokkana en ekki flytja á- herslur flokkanna inn í verkalýðshreyf- inguna. Þetta er grundvallaratriði sem ég hef starfað eftir og hef ekki lent í miklum erfiðleikum með það ennþá. Og auðvitað er það svo að þau mál sem við flytjum inn í flokkana hafa verið samþykkt í bak og fyrir í öllum nefndum og ráðum verkalýðshreyfingarinnar. Þannig er til dæmis með atvinnumála- Sendibílastöðin h/f Sími 25050 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.