Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 33

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 33
--- 33 Unga fólkid um verkalýóshreyfinguna Hvað finnst unga fólkinu í verkalýðshreyfingunni um kjarabaráttuna og hreyfinguna? Stundum finnst mönnum sem helst til langt sé á milli forystu- mannanna og hinna óbreyttu félaga og þeir síðarnefndu viti lítið hvað hinir fyrrnefndu segja og aðhafast. Sjálfsagt bera báðir aðilar nokkra sök; fólkið er óduglegt við að sækja fundi í verkalýðsfélögunum og ef til vill mættu sumir forystumannanna vera duglegri við að “heim- sækja fólkið en þeir eru. Vinnan ákvað að heyra ofan í nokkrar ungar manneskjur í verkamannastörfum, félaga í Verkamannasambandinu, heyra hljóðið í þeim, hvað þær segja um verkalýðshreyfing- una, lífið og tilveruna. Okkar menn á Höfn í Horna- firði og Akureyri fóru á stúfana og hér er afraksturinn. Margrét Jóhannesdóttir vinnur á skrifstofu útgerðarfélagsins Borgeyjar á Höfn. "Verkalýóshreyfingin er slöpp" ,,Mér finnst verkalýðs- hreyfingin óheyrilega slöpp. Forystumenn korna fram og tala digurbarkalega, hóta að- gerðum: „Við ætlum að berj- ast! Síðan gerist ekki neitt. Forystumenn hafa það sér hins vegar til málsbóta að félags- menn eru áhugalausir. Það sem háir starfi verkalýðsfé- lagsins Jökuls er fyrst og fremst áhugaleysi félagsmann- anna. A fundi þar sem afdrifa- ríkar ákvarðanir eru teknar, á- kvarðanir sem snerta beint hvern mann, t.d. um verkfalls- boðun, mæta örfáar hræður. Það er eins og fólki sé alveg sama um rétt sinn. Þetta er vont á tímum þegar bilið er alltaf að breikka milli þeirra sem hafa það slæmt og þeirra sem hafa það gott. Og ástandið versnar. Fólk er hrætt um atvinnu sína. Tekur þakk- samlega því sem að því er rétt. Fegið að halda vinnunni. Verkalýðsfélög eru þrátt fyrir allt ómissandi. Þau virð- ast vera að breytast í félög sem fólk leitar til þegar það er komið í vandræði. Sem slík eru þau þýðingarmikil, þótt ekki væri annað.“ Sendum vinnandi fólki kveöjur á 1. maí ora (Fh ÍÐNLÁNASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 1 3 A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680 9 50 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.