Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 29

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 29
Guðríður Elíasdóttir í glöðum hópi barna sem eru í dagvist á barnaheimili Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði. hve miklu verkalýðshreyfingin hefur megnað að ná fram. Réttindi sem nú er stíft sótt að af hálfu atvinnurekenda. Nefna mætti sjúkratryggingarnar, atvinnuleysis- bæturnar, fæðingarorlofið, orlofssjóðina og þannig mætti lengi telja. Hitt er annað mál að hlutirnir hefðu mátt ganga greiðar og betur fyrir sig, segir Guðríður. Stendur verkalýðshreyfingin nœgjanlega á verði gagnvart tilraunum atvinnurekenda til að ná þessum réttindum af fólki aftur eftir að syrta tók í álinn? — Það hefur háð verkalýðshreyfingunni að hún hefur ekki haft úr því sama að moða, ef svo má að orði komast, og samtök atvinnurekenda. Verkalýðshreyfingin hefur einfaldlega ekki haft sama bolmagn til að vinna úr sínum málum og atvinnurekendur. Nefna má sem dæmi að þau eru ekki mörg árin síðan Alþýðusambandið hafði aðeins einn hagfræðing á sínum snærum og það er enn styttra síðan lö^fræðingur var ráðinn til starfa á vegum ASI. Hvað með almenning? Sýnir hann næg- an skilning á gildi þeirra réttinda sem hafa náðst fram fyrir atbeina verkalýðshreyfing- arinnar? — Fólk í dag sinnir ekki verkalýðs- hreyfingunni sem skyldi og það er langur vegur frá því að fólk sé nægjanlega á varð- bergi gagnvart brotum á samningsbundnum réttindum. Við finnum það mikið upp á síðkastið að þessum brotum fer fjölgandi. Of oft leitar fólk ekki til okkar fyrr en í óefni er komið. Atvinnurekendur ganga eðlilega á lagið. Þeir vita að fólk er óöruggt um vinnuna og stendur þar af leiðandi oft ekki eins fast á rétti sínum og það ætti að gera. Það er ef til vill dálítið hart af mér að segja þetta. Við þurfum ekki að kvarta hér í Framtíðinni yfir áhugaleysi félaganna. Hér er yfirleitt fullt hús þegar fundnir eru haldnir — hátt á annað hundrað konur. Getur þú gefið formönnum í öðrum verkalýðsfélögum góð ráð; hver er galdur- inn á bak við þessa góðu fundarsókn? — Svarið við því kann ég ekki. Hlífar- menn töldu að þetta væri vegna þess að við vorum með kaffi og aðrar veitingar á fund- um og þeir hafa síðan tekið það upp eftir okkur. Það fer litlum sögum af fundarsókn- inni hjá þeim síðan, segir Guðríður hlæj- andi. — Við gerum okkur alltaf eitthvað til góðs þegar við höldum fundi. Það er okkar mottó. Við höfum aldrei fengið ákúrur fyrir það að taka vel á móti félagskonum. Atvinnuleysi er þjóðarböl — Atvinnuleysið er stærsta vandamálið sem verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir í dag. Öll hreyfingin verður að leggj- ast á eitt til að leita leiða til úrbóta í at- vinnumálum. Ég hef alltaf verið því samsinnt að líf- eyrissjóðirnir komi til móts við atvinnulífið og að því verði gætt hvernig beina megi fjármagni þeirra í meira mæli til atvinnu- veganna. Hendur stjórna lífeyrissjóðanna hafa verið bundnar um hvað hefur mátt lána til atvinnustarfsemi. Vitanlega höfum við þær skyldur að ávaxta sjóðina eins og framast er kostur. Ég er þó á því að það mætti huga betur að því hvemig hægt væri að nýta lífeyrissjóðina í meira mæli til at- vinnuuppbyggingar en gert er í dag. Verka- lýðsfélögin í Hafnarfirði hafa gert dálítið að því að kaupa bréf í bönkunum gegn því að þeir lánuðu á móti til atvinnufyrirtækja. Ég get sagt með nokkru stolti að vegna þessa eru tvö fyrirtæki lifandi hér í Hafnar- firði í dag. Atvinnumálin hafa verið mikið til um- ræðu á milli félaganna og bæjaryfirvalda í allan vetur, enda mikils um vert að hægt verði að draga úr atvinnuleysinu, og helst að útrýma því. Um þessar mundir eru um 100 konur á atvinnuleysisskrá hjá okkur, eða tíunda hver félagskona. Þessar konur, sem og allir aðrir sem ganga án atvinnu, gera þá kröfu til okkar allra að leiða verði leitað til þess að bægja þessu ástandi frá. Undir þá kröfu verður verkalýðshreyfingin að taka. Atvinnuleysi er þjóðarböl, segir Guðríður Elíasdóttir. Fjarskiptastöðin í Gufunesi Samtöl og skeyta afgreiðsla við skip og bifreiðar VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.