Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 21
21 Skrifstofuhald í lágmarki hjá stærsta landsambandinu: Áhersla lögð á félagslegu þættina — Viö erum daglega í sambandi viö fólk um allt land og ég held að því finnist gott að leita hingaö, fái úr- lausn sinna mála. Þetta segir Kolbrún Þorkelsdóttir, starfsmaöur á skrifstofu Verka- mannasambandsins, í samtali viö Vinnuna. Þessi daglegu samskipti fara að mestu fram um síma og bréfleiðis enda yrði fljótt þröng á þingi ef umtalsverður hluti hinna 28.000 félaga VMSÍ legði leið sína á skrif- stofuna við Lindargötu 9 í Reykjavík að ein- hverju marki. Plássið er nefnilega ekki í samræmi við þá staðreynd að þar er þjónað fjölmennasta sambandinu í íslenskri verka- lýðshreyfingu: þrjár litlar skrifstofur sem gengið er inn í frá þröngri afgreiðslu. — Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að halda rekstri sambandsins í böndum, hafa starfslið og húsakynni í lágmarki en leggja þess í stað meiri áherslu á félagslegu þættina og fundi úti um landið, segir Snær Karlsson, einn þriggja fastra starfsmanna VMSI. I upphafi 30 ára ferils síns hafði Verka- mannasambandið til urnráða eitt skrifstofu- herbergi á einni af efri hæðum hússins við Lindargötu þar sem verkamannafélagið Dagsbrún var þá þegar með sína skrifstofu. Starfsmaður sambandsins var í upphafi að- eins einn, Þórir Daníelsson. Hann var framkvæmdastjóri þess allt þar til núverandi formaður settist á skrifstofu sambandsins, 1. mars 1993. Þá var starf framkvæmdastjóra lagt niður en formaðurinn tók ábyrgð á rekstri skrifstofunnar samhliða formennskunni. — Þórir lét af störfum um síðastliðin áramót og síðan hef ég lengstan starfsaldur hér, segir Kolbrún Þorkelsdóttir sem hóf störf á skrifstofunni árið 1981. Verkefni hennar eru að sjá um bókhald og fjármál sambandsins og seinni árin skipulag og framkvæmd þinga sambandsins og annarra funda. Árið 1983 var Lárus Guðjónsson, sem áður var starfsmaður hjá MFA, ráðinn til að sinna því sem hefur verið nefnt erindrekstur. Eftir að hann hætti, árið 1988, urðu starfsmennirnir tveir á ný þar til Snær Karlsson var ráðinn til sambandsins, árið 1990. Bjöm Grétar Sveinsson kom inn sem starfandi formaður í mars árið 1993, og þar sem framkvæmdastjórinn var hættur var ákveðið að formaðurinn gegndi því starfi. Snœr Karlsson og Kolbrún Þorkelsdóttir, tveir afþremur starfsmönnum Verkamannasam- bandsins. Skrifstofuplássið er lítið en megináhersla lögð áfélagslega starfið og fundahöld liti á meðal félaganna. Samband láglaunafólks - Verkamannasambandið er landsamband almenns verkafólks, sem telst vera láglaunafólkið í hreyfingunni. Það hefur ekki úr miklum fjármunum að spila og hér hefur alltaf ríkt mikið aðhald í rekstri. Sú stefna hefur alltaf ríkt hér að leggja megináherslu á félagslega þætti starfseminnar en halda eiginlegum skrifstourekstri í lágmarki. Lögð hefur verið áhersla á það hin síðari ár að halda fundi úti um land, þar á meðal sambandsstjómarfundi og einn til tvo fundi framkvæmdastjómar, jafnvel þótt því fylgi eitthvað meiri kostnaður en séu þeir haldnir í Reykjavík. Við teljum að þetta styrki tengslin við félögin og félagsmenn og því sé fyllilega verjandi að leggja þau útgjöld á sambandið sem þessu fylgir. Þess utan höldurn við úti erindrekstri, heimsækjum félögin með fundi og alltaf er farið þegar kallað er, hvort sem það er í sambandi við kjarasamninga og allt sem að þeim lýtur eða ýms mál sem upp koma hjá félögunum og þau þurfa aðstoð við að leysa, semgir Snær Karlsson. Og það er ekki svo lítið verk að sinna því sem upp kemur í aðildarfélögunum; þau em 53 talsins, fækkaði um eitt um áramót vegna samruna tveggja félaga. Hjá Verkamanna- sambandinu fá félögin þjónustu vegna samn- ingagerðar og aðstoð við að túlka kjarasamn- inga. Einmitt þetta síðastnefnda hefur aukist mjög vegna vaxandi viðleitni atvinnu- rekenda og samtaka þeirra til að túlka samningsákvæði sér í hag og jafnvel breyta frá túlkunum sem fullt samkomulag hefur verið um Þegar við á skrifstofunni emm ekki viss í okkar sök leitum við til lögfræðings okkar, Ammundar Backman hrl. sem er sérfræðing- ur í vinnurétti og hefurrekið mál fyrir VMSI. Einnig höfum við samband við lögfræðinga ASÍ. Samband VMSI og Alþýðusambandsins hefur alla tíð verið gott.enda er Verkamannasambandið langstærsta aðildarsamband þess og formað- ur og ýmsir framkvæmdastjórnarmenn hafa setið í miðstjóm ASI í gegnum tíðina. Verkamannasambandið er þannig upp byggt að þing þess, sem haldin em á tveggja ára fresti, hefur æðsta vald í málefnum þess. Þingið kýs 30 manna sambandsstjóm, og 15 til vara, sem hefur æðsta vald í málefnum sambandsins milli þinga. Síðan kýs það fjóra menn í framkvæmdastjóm, sambandsstjórn kýs tvo úr sínum hópi og formenn deilda sitja í framkvæmdastjórn, sem þannig er skipuð níu mönnum. Hún er ábyrg fyrir fjármunum sambandsins og kemur saman til fundar einu sinni í mánuði að jafnaði. Verkamannasambandið er deildskipt samband. í því starfa deild verkafólks hjá ríki og sveitarfélögum, deild starfsfólks við bygginga- og mannvirkjagerð og deild fiskvinnslufólks. Utan þessara deilda er svo nokkur hópur sem er ekki skipulagður í sérstakri deild. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.