Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 24
24
Formenn Verkamannasambands íslands í 30 ár:
Hverjir voru þeir?
Verkamannasamband íslands var
stofnað árið 1964. Formlega ákvörð-
un um að gangast fyrir stofnun þess
tóku stjórnir Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar í Reykjavík, Verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði
og Verkalýðsfélagsins Einingar á Ak-
ureyri. Boðsbréfið var undirritað af
formönnum þessara félaga, þeim
Eðvarð Sigurðssyni, form. Dags-
brúnar, Hermanni Guðmundssyni,
form. Hlífar, og Birni Jónssyni, form.
Einingar. Að sjálfsögðu höfðu áður
farið fram viðræður um málið í
nokkurn tíma milli manna úr forystu-
sveitum verkamanna- og verka-
kvennafélaganna, en ekki orðið af
framkvæmdum fyrr en Hlíf tók af
skarið og samþykkti tillögu um málið
10. desember 1962. Boðsbréfið var
dagsett 15. mars 1964.
En hverjir voru þessir þrír sem undirrit-
uðu boðsbréfið, stýrðu þremur öflugustu fé-
lögum almenns verkafólks á þessum tíma og
skipuðu jafnframt fyrstu stjóm Verkamanna-
sambandsins?
Allir vom þeir á svipuðu reki. Elstur var
Eðvarð, fæddur 1910, Hermann var fæddur
1914 og Björn var yngstur, fæddur 1916.
Allir voru þeir áhrifamenn innan Alþýðu-
sambandsins og sátu í miðstjóm þess í ára-
tugi. Hermann og Björn voru forsetar ASI,
Hermann 1944-1948, Björn 1972-1980 og
Eðvarð varaforseti í nokkur ár.
Eðvarð Kristinn Sigurðsson fæddist í
Nýjabæ í Garði þann 18. júlí árið 1910. For-
eldrar hans voru Sigurður Eyjólfsson, sjó-
maður í Garði og síðar í Litlu-Brekku á
Gnmsstaðaholti í Reykjavík [þar átti Eðvarð
heima allt þar til að bærinn var rifinn], og
kona hans Ingibjörg Sólveig Jónsdóttir. Eð-
varð vann ýmis verkamannastörf í Reykjavík
allt til 1944, en starfsmaður Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar var hann frá 1944 til
æviloka. Hann var kosinn í stjóm Dagsbrún-
ar 1942 og sat í henni til 1982, ritari 1942-
1961 og formaður 1961-1982. í miðstjóm
ASÍ sat hann 1954-1980. Hann var formaður
VMSÍ frá stofnun þessl964 611975.
Evarð sat á Alþingi 1959-1978; lands-
kjörinn þingmaður 1959-1971 og þingmaður
Reykvíkinga 1971-1978. Eðvarð var einn
aðalhöfundur laganna um Atvinnuleysis-
tryggingasjóð og sat í stjóm sjóðsins um ára-
tugi. Enn fremur tók hann þátt í samningu
laganna um uppsagnarrétt verkafólks og rétt
þess til launa í veikinda- og slysaforföllum
(Hannibalslögin) 1958. Þá átti hann mjög
mikinn þátt í stofnun almennu lífeyrissjóð-
anna 1979 og stofnun sambands þeirra
(SAL) og sat í stjóm þeirra lengi. Einnig má
nefna lögin um eftirlaun til aldraðra í stéttar-
félögum. Þá átti hann auk þessa sæti í ótal
nefndum og ráðum á vegum verkalýðssam-
takanna.
Hann átti sæti í miðstjóm Sameiningar-
flokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, lengst af
frá stofnun hans og eftir að flokkurinn var
lagður niður sat hann í miðstjóm Alþýðu-
bandalagsins um árabil. Eðvarð andaðist 9.
júlí 1983.
Hann giftist ekki en bjó, eins og áður seg-
ir, lengst af á Litlu-Brekku með móður sinni
og systur. Seinustu árin var sambýliskona
hans Guðrún Bjamadóttir.
Eðvarð helgaði alla sína starfskrafta
verkalýðshreyfingunni, sérstaklega samtök-
um almennra verkamanna, og var þar í for-
ystusveit um hálfrar aldar skeið. Má segja að
Eftir Þóri
Daníelsson, fyrrum
framkvæmdastjóra
VMSÍ
fáar ákvarðanir er snertu kjör verkamanna
hafi verið teknar nema hann væri þar nærri.
Undir forystu hans og félaga hans sem tóku
við stjóm Dagsbrúnar 1942, aðallega þeirra
Sigurðar Guðnasonar og Hannesar Stephen-
sen, varð Dagsbrún óumdeilanlega öflugasta
verkalýðsfélag landsins og ekkert verkalýðs-
félag hafði jafn mikil áhrif á þróun kjaramála
í landinu um margra áratuga skeið og Vmf.
Dagsbrún undir forystu Eðvarðs Sigurðsson-
ar.
í daglegri umgengni var Eðvarð einstakt
ljúfmenni, ráðhollur og ráðagóður, en enginn
skyldi halda að farið yrði með hann þangað
sem hann ætlaði ekki sjálfur. Ymsum þótti
hann seinn til að taka ákvarðanir, því það var
rnjög ríkur þáttur í fari hans að huga að öll-
um hliðum hvers máls áður en niðurstaða
var fengin, en eftir að hún var komin varð
hún endanleg. Að segja og gera eitthvað í
dag og allt annað á morgun var fjarri hans
skapi. Aldrei reyndi ég annað en að ádráttur
frá hans hendi væri jafngildi skriflegs samn-
ings.
Helsti ljóður í fari Eðvarðs sem mikilhæfs
foringja var sá að honum var ekki sú list lag-
in að láta aðra vinna með sér. Hér mun fyrst
og fremst hafa komið til að þegar þeir félag-
ar tóku við stjóm Dagsbrúnar 1942 urðu þeir
að sinna öllum störfum sjálfir. Mál skipuðust
þannig að Eðvarð varð aðalsamningamaður
félagsins og allan þann tíma sem ég þekkti til
hans var hann með allra færustu mönnum á
því sviði. Eðvarð var traustur og rökfastur
ræðumaður en stóryrði og innihaldslaus lof-
orð urðu ekki fundin í ræðum hans. Innan
Dagsbrúnar naut hann óskoraðs trausts og
trúnaðar félagsmannanna.
Hermann Guðmundsson fæddist í
Reykjavík þann 15. júní árið 1914. Foreldrar
hans vom Guðmundur Guðlaugsson vélstjóri
og kona hans Marsibil Eyjólfsdóttir. Hann
varð gagnfræðingur frá Flensborg 1932 og
síðan verkamaður og sjómaður í Hafnarfirði
um hríð. Formaður Verkamannafélagsins
Hlífar varð hann 1940 og var það samfleytt
til 1978, nema árin 1952-1954. Hann tók við
stjóm félagsins við mjög erfiðar aðstæður og
tókst að leiða það til sigurs og gera Hlíf að
einu öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Her-
mann sat í stjóm ASÍ 1942-1948 og 1968-
1980, þar af forseti ASÍ 1944-1948. Hann sat
í stjórn VMSÍ frá stofnun sambandsins til
1976, ritari 1964-1972 og varaformaður
1972-1976. Landskjörinn alþingismaður var
Hermann 1946-1949. Auk þessa gegndi Her-
mann fjölda trúnaðarstarfa fyrir verkalýðs-
hreyfinguna, var m.a. í stjóm Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs um árabil og formaður stjóm-
ar Sparisjóðs alþýðu meðan hann starfaði og
fyrsti formaður bankaráðs Alþýðubankans
eftir að hann tók til starfa.
Fyrir utan starf innan verkalýðshreyfmg-
arinnar vom íþróttamál aðaláhugamál Her-
manns og gegndi hann þar fjölda trúnaðar-
starfa og var m.a. framkvæmdastjóri íþrótta-
sambands Islands um ártuga skeið. Hermann
andaðist 23. febrúar 1992. Eiginkona Her-
manns var Ragnheiður Erlendsdóttir.
Samþykkt sú, sem gerð var í Verka-
mannafélaginu Hlíf að frumkvæði Hermanns
Guðmundssonar árið 1962 og áður er getið,
setti undirbúning að stofnun VMSI í fullan
gang og gerði stofnun sambandsins mögu-
lega. Hermann átti mikinn þátt í að móta
stefnu sambandsins í upphafi ásamt þeim
Eðvarð og Bimi og lét sér alla tíð mjög annt
VINNAN