Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 27
27
Benedikt Þorsteinsson, fyrsti formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn. og Elínborg
Páisdóttir, eiginkona hans. Hann er úr Suðursveitinni en hún er af húnvetnsku bergi brotin.
Myndir: Baldur Kristjánsson.
fyrir Félagsdóm sem kvað upp þann úrskurð
að hækkunin væri ólögmæt. Það má Jón
Ivarsson eiga að hann framfylgdi úrskurðin-
um fljótt og vel. Kolin voru sett niður og
þeim greitt til baka sem búnir voru að kaupa.
Ut úr þessu urðu eftirmál. M.a. skrifaði Jónas
frá Hriflu grein í Tímann undir fyrirsögninni
„Kolalausir kommúnistar á Hornafirði". Ég
svaraði þessum skrifum með ítarlegri grein.
Fljótlega eftir þetta hætti Jón Ivarsson. Það
var farið að losna um hann þegar þetta var.“
Fæddur í Suðursveifinni
Benedikt Þorsteinsson fæddist í Suður-
sveitinni og er skyldur Þórbergi Þórðarsyni í
báðar ættir. Áran er líka svipuð og af Þór-
bergi.
,,Móðir mín var Þórunn Þórarinsdóttir.
Hún og Halabræður voru systra- og bræðra-
börn. Faðir minn var Þorsteinn Jónsson,
fæddur á Sævarhólum sem þá var austasti
bær í Suðursveit. Við systkinin vomm fimm.
Elst er Þóra, hún býr í Reykjavík. Næstur var
Óskar. Hann varð fyrir slysi 27 ára gamall í
Landssmiðjunni í Reykjavík þar sem hann
vann og lést af völdurn þess. Svo er ég næst-
ur, þá Rósa og Jóhanna sem einnig búa hér á
Höfn.“
Benedikt ólst upp á Sléttaleiti í Suður-
sveit. Bæjarstæðið virkar hrikalegt í brattri,
grjótsettri hlíðinni. Þar fæddist Benedikt 10.
nóvember 1915 og ólst upp til 19 ára aldurs.
Flutti þá með foreldrum sínum til Hafnar. „-
Aldrei hræddur á Sléttaleiti," segir hann.
„Við áttum þar góða æsku. Þó að efnin væm
ekki mikil var alltaf nóg að bíta og brenna.“
Af húnvetnsku bergi brotin
Allt öðruvísi í hátt — Elínborg Pálsdóttir,
kona Benedikts — enda af húnvetnsku bergi
brotin, frá Böðvarshólum í Húnavatnssýslu.
Foreldrar hennar voru þau Páll Guðmunds-
son og Anna Halldórsdóttir. Elínborg flytur
barn að aldri með forreldrum sínurn til
Reykjavflcur. Þau settust fyrst að á Vonar-
landi í Sogamýrinni, síðan var flust í doktors-
húsið við Ránargötuna, númer 13, þaðan að
Laugavegi 76 og loks í verkamannabústaðina
við Hofsvallagötuna. Þetta var um seinna
stríð og fátæk verkamannafjölskylda í
Reykjavík var Paradís næst að hafa fengið
íbúð með heitu vatni, baðkeri og klósetti.
Hún var ung þegar örlögin bjuggu henni
stað; 19 ára í vinnu hjá Guðmundi bróður
sínum á Pósti og síma á Höfn. Séra Eiríkur
Helgason í Bjamanesi gaf þau saman 25. júlí
1945. Hafnarbúar þekkja hana sem bókavörð
um 12 ára skeið — í tvo vetur kenndi hún
teikningu í bamaskólanum — og eitthvað var
gripið í fiskvinnu við og við.
„Annars hefur það verið ærið starf að sjá
um heimilið. Benti vann oft gríðarlega mik-
ið. Oft kom það fyrir að hann fór beint úr
uppskipun í saltfiskinn; það var mjög strangt
hjá honum þegar hann hafði á sinni könnu
skipaafgreiðsluna, sá um löndun úr bátunum
og vann í saltfisknum allan daginn. Þá kom
það fyrir að hann sofnaði ekki dúr alla nótt-
ina.“ Það er því óhætt að draga þá ályktun að
Elínborg hafi haft ærinn starfa við að sjá um
heimilið því þau hjón komu fimm bömum til
manns.
„Ég hætti að vinna 1988,“ segir Benedikt.
„Mig var farið að langa til þess að njóta lífs-
ins. Fyrsta daginn eftir að ég hætti að vinna
fórum við hjónin og gengum allan austur-
fjömtangann og til baka. Á þeirri tíð var þar
fugl við fugl. Hausarnir gægðust upp hvar
sem maður fór. Nú hefur varp meira og
minna lagst þama af. Ég held að jeppamenn-
ingin valdi því. Hjólförin leyna því ekki,
menn keyra þama út um allt.“
Þessum hægláta manni stendur ekki á
sama og þunginn eykst enn þegar talið berst
að Oslandinu, fólkvangi þeirra Hafnarbúa.
Það er morgunn eins og hann getur gerst fal-
legastur í apríl. Blár himinninn rennur saman
við hvítan jökulinn sem umkringir húsin á
bakkanum. Þetta er bærinn Höfn, séður frá
Oslandinu. Við erum í morgunspomm Bene-
dikts. ,,Ég byrja daginn gjarnan á því að
labba hring um Oslandið og við hjónin
stundum saman. Ég var í 27 ár í hreppsnefnd,
til 1978, og ég var alltaf að flytja tillögur um
það að friðlýsa þetta svæði. Þegar ég var um
það bil að hætta féllust þeir á að gera þetta að
fólkvangi. Lengra vildu þeir ekki ganga; hafa
sjálfsagt viljað hafa það í bakhöndinni að
geta ráðskast með þetta síðar meir. Því miður
hefur fuglalífið minnkað, það er ekki hugað
nógu vel að því að vernda svæðið. Það er
skaði að spilla Oslandinu, slík náttúruperla
rétt við þéttbýlið er dýrmæt.“
„Við hjónin göngum mikið, erum náttúm-
fólk, förum í fjallgöngu á hverju sumri, stúd-
emm steina, fugla og jurtir.“
Á göngu okkar sjáum við fýl, mikið af
fýl.
,,Hann verpir hérna í klettunum, einu
eggi. Álftahjónin sem voru hér em farin.“ I
kaffi inni á Ránarslóð 6 sjáum við gráþröst,
þröst og starra. Elínborg kennir mér að
þekkja þröst.
„Hann hoppar, sjáðu, hann gengur ekki,
hann hoppar. Starrinn gengur hins vegar. Hér
kemur mikið af flækingsfuglum; stoppa hér
um stund, hverfa svo.“
Alltaf verið sósíalisti
„Ég hef alltaf verið sósíalisti, átt draum
um fegurra og réttlátara mannlíf. Það var
töluvert um sósíalista í Suðursveitinni þegar
ég var að alast upp. Til dæmis þeir Hala-
bræður; auðvitað Þórbergur — og bræður
hans ekki fjarri hugsjóninni að minnsta kosti.
Það var auðvelt að verða sósíalisti hér fyrrum
þegar kjörin vom kröpp og verkafólk nánast
með öllu réttlaust. Það hefur mikið áunnist
síðan. Þó virðist manni að bilið milli ríkra og
fátækra sé nú að breikka. Kannski er bitið
farið einum um of úr baráttunni í dag? Það
hefur sópast yfir andstæðumar sem vom svo
miklar og augljósar fyrrum," segir félags-
málamaðurinn Benedikt Þorsteinsson sem
meðal samherja sinna var sjaldnast kallaður
annað en Benti.
VINNAN