Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 13
_______________________________________13
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambands Islands:
Eigum a'á) beita okkur alls
staðar þar sem vö getum
orbið til góds
— Leiöirnar liggja frá Reykjavík, ekki síöur en til
Reykjavíkur; og þaö er svo merkilegt að þetta er jafn
langt!
Þaö var stund milli stríöa hjá Birni Grétari Sveins-
syni, formanni Verkamannasambands íslands, þegar
Vinnan náöi tali af honum á skrifstofu sambandsins
laugardaginn sem var fyrsti almennilegi vordagurinn
um allt land þetta árið. Hann var nýkominn úr tíu funda
ferö um Austurland þar sem hann hitti stjórnir og trún-
aðarmannaráð sambandsfélaganna og ætlaöi
mánudagskvöldið næsta á eftir aö leggja í samsvar-
andi ferö um Suðurland.
— Ég slapp við vetrarveðrin og komst þetta allt ak-
andi þótt lítillega hafi þurft að ýta. Þaö var svona á
mörkunum að hægt væri aö komast upp úr Njarðvík-
inni, á leiö úr Borgarfirði eystra og upp á Hérað, og
Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði voru feiknalega
leiðinleg; það var komið vor í vegina.
Það er engin nýlunda hjá Birni Grétari
að flengjast á Volvonum landshorna á
milli; meðan hann var formaður Jökuls á
Höfn urðu ferðirnar um sandana ærið
margar til að sinna störfum forystumanns
í Verkamannasambandinu. Eftir að hann
var kjörinn formaður Verkamannasam-
bandsins, haustið 1991, urðu ferðirnar
enn tíðari og eiginkonan heldur því fram
að hann hafi verið meira og minna í
Reykjavík í sex mánuði en sjálfur telur
hann útilegumánuðina hafa verið fjóra!
Það varð því að vörgu leyti léttir þegar úr
varð að hann var ráðinn í fullt starf hjá
Verkamannasambandinu í stað Þóris Daní-
elssonar, sem hafði verið framkvæmda-
stjóri sambandsins frá upphafi en hætti
störfum þar fyrir rúmu ári fyrir aldurs
sakir.
— Það var náttúrlega ákaflega erfitt að
Eftir
Þorgrím
Gestsson
gera út frá Höfn og vitanlega gekk það
ekki til lengdar. Þegar kom að því að mér
bauðst að koma hér inn sem starfandi for-
maður lokaði ég einfaldlega dyrum að
baki mér og tók um það ákvörðun að
flytja frá Höfn og í Breiðholtið. En ég
segi það nú stundum að mér þyki erfiðara
að vakna á morgnana við hljóð í strætis-
vagni heldur en fuglasöng!
Harðneskjuleg afstaða
Nú er formaðurinn nýkominn úr vor-
reisu um gamlar slóðir. Hvernig er hljóð-
ið ífólkinu?
— Það sem einkennir umræðuna á
þessum fundum er náttúrlega þessi sam-
dráttur í atvinnunni og minnkun kaup-
VINNAN