Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Side 40

Vinnan - 01.04.1994, Side 40
40 Aðalsteinn Baldursson er einn af yngstu verkalýðsleiðtogum landsins. Hann hefur verið formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur síðan í haust en kom þá heint úrflskvinnslunni. Aðalsteinn Baldursson, formaður VerkalýSsfélags Húsavíkur: „Minn styrkur áb koma beint úr pu&inu77 Aðalsteinn Baldursson, starfsmað- ur á skrifstofu Verkalýðsfélags Húsavíkur, mun vera annar yngsti formaður verkalýðsfélags á land- inu en hann er 34 ára gamall. Að- alsteinn tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Húsavík 1. sept- ember s.l. þegar fyrrverandi for- maður VH, Kári Arnór Kárason, tók við starfi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Norðurlands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aðalsteinn gegnt og gegnir ýmsum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann hefur átt sæti í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur í 6 ár og setið tvö tímabil sem varaformaður. Hann hefur átt sæti í stjórn útgerðarfélagsins íshafs, verið fulltrúi starfsmanna í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur, er í stjórn Atvinnuþróunarfé- lags Þingeyinga, á sæti í sambandsstjórn Verkamannasambands Islands, miðstjórn Alþýðusamband Norðurlands og er í stjórn fiskvinnsludeildar Verkamannasam- bandsins. Auk starfa að verkalýðsmálum hefur Aðalsteinn unnið mikið að félags- málum á öðrum sviðum, m.a. að íþrótta- málum, og hann er formaður félags „frí- stundabænda“ á Húsavík og hefur verið með rollur frá barnæsku. Við spyrjum þennan unga atorkumann fyrst um nám og starfsferil til þessa dags. — Frá 13 ára aldri vann ég í fiski á sumrin og raunar oft á veturna einnig. Þá var svo mikið að gera að maður fór stund- um beint úr skólanum í fiskvinnslu. Því miður hefur ástandið breyst í þessum efn- um og í dag mega unglingar teljast heppn- ir að fá einhverja vinnu yfir sumarið. Eg hef alltaf haft mikinn áhuga á bú- skap. Faðir minn var með rollur og ég var öllum stundum í kringum þetta með hon- um sem strákur. Það lá því beint við að fara í búfræði, sem ég gerði og útskrifað- ist sem búfræðingur frá Hvanneyri 1979. Að námi loknu fór ég að vinna hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur við löndun og saltfiskverkun og fór þá strax að að hafa afskipti af réttindamálum á vinnustað. Það var töluverð óánægja innan fyrirtækisins með launamismun á vinnustað sem gat numið um 70%. Eg var fljótlega kosinn trúnaðarmaður og var falið að ganga í þetta mál. Eg var ungur og ákafur og taldi að það yrði auðvelt að leiðrétta þetta mis- rétti og sagði mínum mönnum að ég yrði búinn að redda þessu eftir viku. En þessi vika varð reyndar að 10 árum því það var ekki fyrr en árið 1991, skömmu áður en ég hætti, að barátta okkar skilaði fullum launajöfnuði innan fyrirtækisins. Þannig að maður kynntist því strax að það kostar oft mikla þolinmæði að vinna að verka- lýðsmálum og barátta fyrir réttindum skil- ar sjaldnast árangri strax. — Þú starfar sem sé í 10 ár sem verka- maður í erfiðisvinnu og söðlar síðan um og verður skrifstofumaður. Voru þetta ekki mikil viðbrigði? — Jú, svo sannarlega. Eg var ráðinn starfsmaður Verkalýðsfélags Húsavíkur Veistu þú að: MÆLIFRÆÐIER GRUNDVALLAR- AIRIDI f VIÐSKirilM OGIDNADI? íslenskur viðskiptavinur þinn á aðeins að treysta löggiltri vog. í Evrópsku samstarfi er faggilding staðfesting á hæfni starfsemi? Um allan heim er aðeins treyst á kvarðað mælitæki? LÖGGILDING KVÖRÐUN FAGGILDING LÖGGILDINGARSTOFAN The lcelandis Bureau of Legal Metrology SÍÐUMÚLA 13 • PÓSTHÓLF 8114* ÍS-128 REYKJAVÍK SÍMI 91 -681122 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.