Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 31

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 31
angur sem erfiði sem menn höfðu hér áður. Okkur í félögun- um var alls ekki sama um það hverjir stjórnuðu Alþýðusam- bandi íslands og það var tekist á. Smalað var á fundi. Ef ég kærði mig um gæti ég sagt frá því hvernig að þeim málum var staðið eins og hverjum ---- örðum bröndurum. Það má deila um ýmsa hluti. eins H og það hvort það hafi verið rétt af Ingólfi Amarsyni að fara með allt sitt hyski til Reykjavíkur. Stundum hef- ur mér í seinni tíð orðið á ___ að hugsa eins og húskarl hans sagði: Hvers vegna fórum vér þá um frjósöm héröð þegar við svo nemum eyðivík þessa. Oft finnst mér að út úr þessu öllu hafi ansi lítið fengist. Annað finnst mér verra núna: oft virðast stærri orð vera látin falla og meira vafstur í kringum minni hluti en áður var. Mér verður úr sem máltæki að áður vom skipin úr tré en mennirnir úr stáli en nú eru skipin úr stáli en mennimir úr tré. Eg vil kenna um undanlátssemi. Eg kalla það hiklaust bænaskjalsleið sem val- in hefur verið í kjarabaráttu und- anfarin ár. Við þurfum ekki að láta okkur detta í hug að ríkis- valdið færi okkur eitthvað á silf- urfati. Við verður að gera hlutina sjálf. Það er ekki nóg að fylla stórhýsi í Reykjavík og ætla að Eftir Ragnar Karlsson sprengja af þeim þökin með upphrópunum og stóryrðum og síðan gerist það sama og þegar fjallið tók jóðsótt; það fæðist ekki nema lítil mús. — Ég vil rninna á eitt sem er ekki svo lítið mál — og hvar er verkalýðshreyfingin þá — en það er launamisréttið í landinu. Ég frétti það, sem ég veit ekki hvort er satt, að sláturhússtjóri einn hafi 600 þúsund krónur í kaup á mánuði. Ég hef tilhneig- ingu til að fara að reikna og hann er með 7,2 milljónir á ári. Áfram má halda og reikna sem svo: þetta jafngildir því að 1100 lömbum sé lógað til að borga þessum eina manni kaup. Ef þetta heldur lengi svona á- fram fer fólkið í landinu að hugsa: Starfslið ASÍ er bara á- nægt með það sem það hefur sjálft og hvern skrambann — varðar það um mig eða þig sem hefur 65 þúsund krónur á mánuði? Að sama brunni ber ný- legar fréttir um æviráðningar forstjóra og skiptir þá engu gengi félagsins sem þeir __ stýra. Þeir hafa samt sem áður sitt á þurru, á sama tíma og atvinnurekendur eru að ganga á bak orða sinna og skerða samningsbundin réttindi hjá venjulegu launafólki fyrirtækja. Misréttið og launabilið er hrein- lega orðið að þjóðarböli sem ekki má lengur láta viðgangast. En þá þarf til meira en stór orð og bumbuslátt, segir Hafsteinn. Ótfi við fólkið — Mér virðist að um árabil hafi hjá vissum forráðamönnum verkalýðshreyfingarinnar gætt hræðslu við félagana, fólkið 31 Hjónin Hafsteinn Stefánsson og Guðmunda Gunnarsdóttir eru sest í helgan stein eftir langt starfog á stundum stormasöm afskipti afverkalýðsmálum, af- skiptum sem þau segjast ekki telja eftir sér að hafa tekið þátt í. sjálft sem er umbjóðendur þeirra. Við höfurn meira að segja heyrt þessa setningu: Við vitum að það þarf átök en við höfum ekki fólkið með okkur. Slíkir foringjar eiga að segja af sér. Skipstjóri sem vissi það fyrir- fram að hann fengi ekki skips- höfnina til að vinna þegar komið væri út í sjó ætti að binda betur og hreyfa ekki skipið, segir Haf- steinn. — Ég hef þá trú að þessi doði og deyfð, sem hefur heltekið verkalýðshreyfinguna, sé mikið til kominn af því að forystumenn félaganna hafa vanrækt að ala sér upp fólk — ef það unga fólk, sem þó gefur sig að þessum mál- um en getur ekki hlutina í fyrstu atrennu, er iðulega dæmt úr leik. Við sem ætturn að vera famir að þekkja lífið og tilveruna eigum að vita að til þess að gera eitt- hvað úr manni þá þarf að sýna honum traust, fyllsta traust. Þetta þekkja skipstjórnarmenn vel og sjálfsagt ýmsir aðrir sem hafa með mannaforráð að gera. Það er ekki nóg að segja við mann: Þú hefur kaup góði, þú skalt gera þetta — fyrir það er þér greitt. Það verður að sýna fólki að því sé treyst. Með því móti hafa skipstjómarmenn áhöfnina með sér hvað sem tautar og raular. Að þessu ættu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar að hyggja í stað þess að klifa sífellt á því að þeir hafi ekki fólkið með sér. Fólkið í landinu, hvort sem það er vinnandi eða atvinnulaust, er eins og vélasamstæða sem ryðgar niður sé hún ekki gang- sett. Það þarf framtakssaman mann til þess að styðja á hnapp- inn. Slíkan mann eigum við ekki að mínu viti í dag, segir Haf- steinn Stefánsson á Selfossi. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.