Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 41
41
haustið 1991 og kom beint að skrifborð-
inu og tölvuskjánum eftir 10 ára puð í
fiskvinnslu. Þetta var mikil breyting á
mínum högum og félagar mínir sögðu að
þessi breyting hefði endurspeglast í mitt-
ismáli mínu! Það tók óneitanlega tíma að
söðla um og venjast skrifstofuvinnunni.
En ég vinn fyrst og fremst að félagsmál-
um og starfið hér snýst mikið um sam-
skipti við fólk; að því leytinu var breyt-
ingin ekki veruleg. Munurinn fólst eink-
um í því að í stað þess að vera líkamlega
þreyttur eftir erfiði dagsins var maður
andlega þreyttur eftir að hafa unnið við að
leysa vandamál fólks.
Eg er hins vegar á því að það sé styrkur
minn að koma beint úr puðinu í þetta
starf. Eg þekki af eigin raun vandamálin
sem fólk á við að stríða og ég tala sama
mál og fólkið. Mjög margir starfsmenn
verkalýðsfélaganna koma til starfa beint
úr löngu námi. Þótt menntun sé nauðsyn-
leg í okkar störfum er ekki síður nauðsyn-
legt að hjá hreyfingunni starfi menn sem
koma beint úr sama umhverfi og skjól-
stæðingar okkar og félagar.
— Þú talar um andlega þreytu. Er
þetta slítandi starf?
— Það getur verið það, ekki síst á þess-
um erfiðum tímum. Það er mjög erfitt að
standa frammi fyrir fólki sem sér ekkert
nema svartnætti framundan og geta e.t.v.
lítið hjálpað. En maður reynir að leysa
vanda sem flestra. Raunar er það svo að
inni á borði hjá okkur eru ólíklegustu mál
sem raunar heyra ekki undir okkur. A
Húsavík starfar því miður enginn félags-
málafulltrúi þrátt fyrir að bæjarfélagið
hafi reynt mikið að ráða slíkan mann.
Þetta þýðir að mörg mál, sem ættu að vera
á verksviði félagsmálafulltrúa, lenda inni
á borði hjá okkur. Fólk kemur til okkar
vegna fjárhagsvandræða og ýmissa vanda-
mála í einkalífi. Þótt verkalýðsfélagið geti
e.t.v. lítið gert til hjálpar tekur maður öll-
um vel og það hjálpar mörgum að fá tæki-
færi til að tala út um sín vandamál. Það
verður líka að segjast eins og er að hér á
Húsavík er samhjálpin öflug. Ættingjar og
vinir eru oftast reiðubúnir að aðstoða og
styðja þá sem eiga við vandamál að stríða.
En maður finnur greinilega fyrir því að
erfiðleikamir eru meiri nú en mörg undan-
farin ár. Atvinnurekendur notfæra sér
ástandið í atvinnumálum og beita meiri
hörku. Og fólk er hrætt og tekur stundum
ekki þá áhættu að leita réttar síns gagnvart
atvinnurekendum af ótta við að missa
vinnuna.
— Hvernig er aðstaða Verkalýðsfélags
Húsvíkur?
— Aðstaðan er mjög góð og þarf að
vera það. I félaginu eru um 900 manns og
félagið þjónar 5 stéttarfélögum. Hér er
einnig útibú fyrir Lífeyrissjóð Norður-
lands, vinnumiðlun, skráning atvinnuleys-
is og við sinnum einnig málum Búseta. A-
lagið er því oft mikið. En við höfum byggt
hér upp mjög góða aðstöðu, bæði fyrir
skrifstofuhaldið en einnig sal fyrir félags-
aðstöðu sem við tókum í notkun fyrir 2
árum og hefur nýst mjög vel og árlega
erum við þar með námskeið fyrir 5-600
manns.
Forverar mínir hjá VH hafa staðið vel
að málum og byggt upp gott félag sem fé-
lagsmenn eru upp til hópa ánægðir með.
Við gerðum fyrir nokkru könnun meðal
félagsmann um viðhorf þeirra til félags-
ins. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar
og mikil hvatnig fyrir okkur sem erum hér
í forsvari. Þar kom m.a. fram að 99% fé-
lagsmanna telja þjónustu okkar góða eða
viðunandi og 95% telja forystu félagsins
standa sig vel eða viðunandi. Ég legg
raunar mikla áherslu á það að fylgjast með
vilja félagsmanna og mun stuðla að því að
kannanir um viðhorf þeirra verði gerðar
reglulega, m.a. hvað varðar forystumenn
félagsins. Stjórnarkjör, eins og að því er
staðið, gefur yfirleitt ekki góða vísbend-
ingu um vilja félaganna og ég vildi ekki
starfa sem formaður ef ég hefði ekki traust
meirihluta minna félaga, sagði Aðalsteinn
Baldursson, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur, að lokum.
VINNAN