Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 25

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 25
25 Björn Jónsson um starfsemi sambandsins og viðgang. Gott var að starfa með Hermanni. Hann var fljótur að átta sig á aðstæðum og taka ákvarðanir og lá ekki á skoðunum sínum við hvem sem í hlut átti. Best kynntist ég Her- manni þegar verið var að undirbúa byggingu álversins í Straumsvík og við fyrstu samn- ingana sem gerðir voru fyrir starfsmenn verksmiðjunnar. Þá var brotið blað í sögu verkalýshreyfingarinnar á Islandi því að gerður var einn samningur fyrir allt starfs- fólkið. Þurfti þá að mörgu að hyggja þar sem sameina þurfti kjör stétta sem að ýmsu leyti byggðu á ólíkum samningum og hefðum. Þar reyndist Hermann, í samvinnu við marga aðra forystumenn félaganna sem hlut áttu að máli, farsæll og framsýnn forystumaður. Samningur þessi reyndist á margan hátt mjög vel og varð m.a. fyrirmynd að sameig- inlegum samningi fyrir starfsmenn „ríkis- verksmiðjanna“ alllöngu síðar. Hermann var skemmtilegur í ræðustól, fylginn sér og lag- inn að tala til tilfmninga. Bjöm Jónsson fæddist þann 3. september 1916 að Ulfsstöðum í Skagafirði og voru foreldrar hans Jón Kristján Kristjánsson barnakennari og kona hans Rannveig Sveinsdóttir. Björn lauk stúdentsprófi frá MA 1936 en efni stóðu ekki til frekara náms. Hann stundaði verkamannavinnu á Akureyri og víðar. Hann fór fljótlega að taka þátt í starfi -og baráttu verkalýðssamtakanna en einmitt á þeim ámm sem hann lauk stúdents- prófi var baráttan á Norðurlandi mjög hörð. Fljótlega kemst hann til áhrifa innan félag- anna á Akureyri og var í stjóm Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar 1944-1963, þar af formaður 1947-1963, utan eitt ár. Þá var hann formaður Vlf. Einingar [sem var stofn- að 1963 með samruna Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og Verkakvennafélags- ins Einingar] 1963-1973. Þá var hann 1946- 1949 og 1952-1955 starfsmaður verkalýðs- félaganna á Akureyri. Bjöm var varaformað- ur VMSI frá stofnun sambandsins 1964 til 1972.1 miðstjóm ASI sat hann fjölda ára og var forseti ASÍ 1972-1980 en hafði þar áður Hermann Guðmundsson verið varaforseti um árabil. Bjöm sat á Alþingi 1959-1974, fyrst sem landskjörinn alþm. og síðar þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. Félagsmála- og samgönguráðherra var hann 1973-1974. Bjöm gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa á sviði verkalýðs- og stjórnmála; má þar nefna stjóm Alþýðusambands Norðurlands, bæjar- fulltrúi á Akureyri, stjórn Laxárvirkjunar, kjararannsóknanefnd [en hann átti mestan þátt í að koma þeirri nefnd á fót], Norður- landaráð ofl. ofl. Bjöm lést árið 1984 en hafði þá átt við nokkuð langa vanheilsu að stríða. Eiginkona Bjöms var Þórgunnur Kristbjörg Sveinsdótt- ir. Ég held að á engan sé hallað þó að því sé haldið fram að Bjöm hafi verið mikilhæfasti forseti ASI frá stofnun þess. Saman fóru mjög skarpar gáfur og hæfileiki til að skilja ævinlega hismið frá kjarnanum í hverju máli, einstök lagni til að laða menn til sam- starfs og til sjálfstæðra starfa. Hann treysti samstarfsmönnum sínum fyrir þeim verkefn- um sem þeim voru falin. Hvar sem hann kom að verki var hann fremstur meðal jafn- ingja. Það fer heldur ekki á milli mála, þegar litið er yfir öll þau trúnaðarstörf sem Bimi vom falin, hvílíkur hæfileikamaður þar var á ferð. Undir hans stjórn varð Alþýðusam- bandið áhrifameira á gang þjóðmála en nokkm sinni, fyrr og síðar. Það er máske einkennandi fyrir Bjöm að mjög oft í samningum, þegar samningamenn hafa lítinn frið fyrir fréttamönnum, var hann ekki alltaf sjálfur í viðtölum heldur lét oft ýmsa af samstarfsmönnum sínum annast þau, þó að hann kæmi sjálfur ef mikið þótti við liggja. Þá er mér minnisstætt, frá einu af „stóru samflotunum" sem hann stjórnaði, hvað hann var laginn við að láta atburðina gerast þannig að fulltrúar launþegasamtak- anna komust fyrstir með túlkun þeirra í sjón- varpsfréttir. Þetta dæmi sýnir hvé glöggan skilning hann hafði á gildi áróðursins, gildi fjölmiðla, sérstaklega áhrifamátt sjónvarps- ins. Eðvarð Kristinn Sigurðsson Með Bimi var gott að starfa. Þó að inni fyrir byggju miklir skapsmunir voru þeir svo vel agaðir að ekki kom að sök. Ég hygg að í upphafi hafi hann ætlað Verkamannasam- bandinu meiri hlut en raun varð á í tímans rás, enda beitti hann sér mjög fyrir stofnun þess. Bjöm var rökfastur maður í ræðustól og ég ætla að þeir sem með honum sátu, t.d. á Alþingi, hafi verið sammála um að hann væri ekki auðveldur andstæðingur í kapp- ræðu. Þegar litið er yfir þátt forystumannanna þriggja, sem skipuðu fyrstu stjóm VMSÍ, í þróun verkalýðsmála á þeim tíma sem þeir störfuðu, verður ekki annað sagt en að þar hafi verið valinn maður í hverju rúmi. Ýmis þau réttindi sem nútímafólk telur til sjálf- sagðra hluta — laun í veikindum — sjúkra- og orlofssjóðir — uppsagnarfrestur — at- vinnuleysistryggingar — lífeyrissjóðir — em staðreynd í dag vegna baráttu þeirra fé- laga sem þeir veittu forystu og þeir höfðu forgöngu um að þessi mál, sem og mörg önnur, voru sett efst á kröfulistann; ekki bara einu sinni, heldur ár eftir ár, samninga eftir samninga, þar til sigur vannst. Nöfn þeirra allra verða um ókomna framtíð skráð með stóru og áberandi letri á spjöld sögu laun- þegasamtakanna á Islandi. Allir voru þeir verkamenn í hugsun. Þeir þurftu ekki alltaf að spyrja hvers verkafólkið æskti; þeir vissu það vegna þess að alla ævi hugsuðu þeir sem verkamenn þó að þeir gegndu æðstu stöðum. Allt þeirra starf mið- aði að því að bæta kjör alþýðufólks í mjög víðtækum skilningi og barátta þeirra, og þeirra þúsunda verkamanna og verkakvenna sem treystu þeim og völdu þá til forystu, bar árangur svo sem við vitum í dag. En barátt- unni er ekki lokið, henni lýkur aldrei. Og minningu þeirra verður best á loft haldið með því að láta aldrei deigan síga, stefna ávallt lengra, hærra, að betra mannlífi, betra þjóðfélagi. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.