Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 35
Þj óðhags stofnun
vekur athygli á eftirtöldum útgáfum sínum:
Yfirlitsskýrslur um þjóðarbúskapinn
Snemma árs gefur stofnunin út 50-60 síðna rit, Þjóðar-
búskapinn, þar sem lýst er framvindu efnahagsmála á
liðnu ári og horfum á líðandi ári. Síðasta rit kom út í
mars 1994.
Sögulegt yfirlit hagtalna kemur út á nokkurra ára
fresti. Þar er hagþróun undanfarna áratugi lýst í tölum.
Síðasta rit kom út í júní 1993. Efni ritsins er einnig fáan-
legt á disklingi.
Annáll efnahagsmála lýsir í tímaröð helstu aðgerðum
stjómvalda og atburðum á sviði efnahagsmála. Þetta rit
kom út í janúar 1993 og nær yfir tímabilið 1988-1992.
Þá gefur stofnunin út stutta Frétt fimm til tíu sinnum á
ári um það sem efst er á baugi hverju sinni og Hagvísa
mánaðarlega.
Atvinnuvega- og þjóðhagsreikningaskýrslur
Árlega gefur stofnunin út Ársreikninga fyrirtækja þar
sem fram koma samandregnar niðurstöður úr ársreikn-
ingum 1000 til 1100 fyrirtækja í velflestum atvinnugrein-
unt. Síðasta skýrsla kom út í janúar 1994 og náði til 1150
fyrirtækja árin 1991 og 1992.
I Atvinnuvegaskýrslu er auk þess að finna ýmislegt
annað talnaefni um atvinnuvegina eins og vinnuaílsnotk-
un, stærðardreifingu fyrirtækja o.fl. Ný skýrsla um þetta
efni er væntanleg fyrir mitt ár.
Nýjasta ritið um þjóðhagsreikninga er Búskapur hins
opinbera 1980-1991 sem út kom í maí 1993 og annað rit
um það efni er væntanlegt fyrir mitt ár. Áður hafa meðal
annars komið út í þessum flokki skýrslur um einka-
neyslu, fjárfestingu og þróun þjóðarbúskaparins frá alda-
mótum. Ný yfirlitsskýrsla um þjóðhagsreikninga er vænt-
anleg á seinni hluta ársins.
Ritin eru til sölu hjá Þjóðhagsstofnun og í afgreiðslu
Seðlabankans og er verð þeirra á bilinu 500 til 700 krón-
ur hvert rit. Einnig er boðið upp á fasta áskrift að öllum
útgáfunum eða hluta þeirra.
Þjóðhagsstofnun
Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík Sími: 91 - 699500 Fax: 91 - 626540
Kaupfélag Þingeyinga
Sími 96-40400
Sendum launafólki bestu hátíðarkveðjur
Kaupfélag Þingeyinga er öflugt matvælaframleiðslufyrirtæki sem leggur áherslu á gæðavöru, byggða á
íslensku hráefni og innlendu vinnuafli. Sköpum okkur aukin atvinnutækifæri.
Matarbúrið fyrir norðan
VINNAN