Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 45

Vinnan - 01.04.1994, Qupperneq 45
45 Hörð viðbrögð viö forsíöumynd Starfsfólk hjá Gunnarstindi hf. á Stöðvar- firði brást hart við þegar það fékk í hendur þriðja tölublað Vinnunnar þar sem á forsíðu- mynd er kona að vinna við pökkun á loðnu- hrognum — og hefur hárið niðurundan hár- netinu. Helena Hannesdóttir verkstjóri flutti ritstjóra Vinnunnar þau skilaboð frá fólkinu að það væru forkastanleg vinnubrögð að birta slíka mynd á forsíðu málgagns Alþýðusam- bandsins á sama tíma og rík áhersla er lögð á það við starfsfólk í matvælaiðnaði að það hylji hár sitt vandlega þegar það er við störf. Viðbrögð ritstjóra Vinnunnar eru þessi: Starfsfólkið í Gunnarstindi hefur vitanlega hárrétt fyrir sér. Málgagn ASI á að gæta að sér í atriðum sem þessu. Á hitt ber að líta að myndin er óneitanlega betri svona — þessi myndarlega kona nýtur sín betur með hárið niðurundan en væri það alveg hulið með hár- netinu. Við skulum segja að þessi myndataka hafi gefið ástæðu til að víkja frá ströngustu reglum rétt á meðan ljósmyndarinn athafnaði sig en vonum vissulega að konan hafi sett hárið vandlega undir netið á ný um leið og hann hafði smellt af. Bestu kveðjur til starfsfólks Gunnarstinds hf. á Stöðvarfírði, Þorgrímur Gestsson, ritstjóri Vinnunnar Verkalýðsforingjar og atvinnurekendur athugið! Rautt Eðal Ginseng skerpir athygli og ✓ Vinnueftirlit ríkisins sendir Verkamannasambandi Is- lands ámaðaróskir í tilefni 30 ára afmælisins. Um leið minnum við félagsmenn á að gott starfsumhverfi ræður miklu um líðan og heilsu. Vinnueftirlitið hvetur verkafólk til að nýta sér rétt sinn til að kjósa öryggistrúnaðarmann til að taka þátt í vinnuvemdarstarfi þar sem starfsmenn eru 10 eða fleiri. Öryggistrúnaðar- manni er ætlað að fylgjast með því, ásamt fulltrúa fyrirtækisins (öryggisverði),að aðbúnað- ur, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við vinnuvemdarlögin og reglur með heimild í þeim. Öryggistrúnaðarmaður nýtur ýmissa réttinda og getur sótt fræðslu um vinnuvernd án tekjutaps. Tilkynna skal kjör öryggistrúnaðarmanna til Vinnueftirlitsins. Leitið nánari upplýsinga um skyldur og réttindi öryggistrúnaðarmanna og vinnuverndar- námskeið sem í boði eru. Munið að skipulegt vinnuverndarstarf stuðlar að góðu starfsumhverfi ásamt öryggi og vellíðan á vinnustað. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Bílshöfða 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík • Sími 672500 • Kt.420181-0439 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.