Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 18
18
eftir því að fólk sem lengi hafði unnið í
fiski var mjög kvíðið í upphafi námskeiðs
og bjóst jafnvel við því að verða tekið upp
að töflu og látið reikna þar þung dæmi og
verða rekið á gat. Svo var hins vegar alls
ekki. Kennslan, og ekki síður námsefnið,
þótti þvert á móti svo gott og vel til þess
vandað að sumt af því hefur verið þýtt á er-
lend mál og er nú til dæmis kennt t.d. á
Norðurlöndum.
Það var með gleðilegri stundum í for-
mannstíð minni að mæta á útgerðarstöðun-
um í lok námskeiðanna og finna hve mikils
fólk, sem unnið hafði árum saman í grein-
inni, mat þessi námskeið. Þau höfðu einnig
veruleg áhrif á vöruvöndun og gæði sem
skilaði sér í aukinni og betri sölu á íslensk-
um afurðum. Þau lyftu greininni hærra.
— Bónusmálin voru mjög mikill hluti
formannsstarfs míns og ekki var haldinn
svo fundur að þau kæmu ekki til álita. Bón-
usinn lyfti kaupinu upp en hafði líka í för
með sér aukinn þrældóm — einkum á kon-
um, og gerir enn — og hann var notaður til
að halda niðri almennu tímakaupi. Bónus-
kerfið er nú orðið manneskjulegra því að nú
tíðkast hópbónus í stað einstaklingsbónuss
áður.
Málefni farandverkafólks voru einnig of-
arlega á baugi á tímabili. Aðbúnaður þess
var oft fyrir neðan allar hellur, fæðið og
húsnæðið var oft mjög dýrt. Þetta fór að
vísu batnandi þótt sannarlega væri aldrei
hlaðið undir þetta fólk. Það kom á útgerðar-
staðina til að vinna og tómstundir voru fáar
og afþreyingarmöguleikar í þeim rýrir,
nema þá helst brennivínsdrykkja sem fólk-
inu var svo álasað fyrir.
Meðal farandverkafólks var nokkur
hreyfing til úrbóta um tíma, enda veitti ekki
af víða. Úrbætur mættu þó oft andstöðu
heimamanna sem sögðu sem svo að fengi
farandverkafólk frítt fæði og húsnæði væri
það þar með komið með hærri laun en
heimafólkið sjálft og mismunun komin upp.
Barátta fyrir bættum hag þess var því hörð,
og hefði mátt vera harðari kannski, en
verkalýðsfélög á stöðunum voru oft treg til
að rétta hjálparhönd í þessum efnum.
Þá gerði það málin ekki auðveldari að
farandverkafólkið var mjög sundurleitur
hópur. Eg lá um tíma undir ámæli sumra
forystumanna þess fyrir að vera slappur í
baráttu fyrir bættum hag þess. Samtímis
varð ég fyrir aðkasti sumra af félögum mín-
um í VMSI fyrir að dekra þetta fólk sem
sumt hvert væri einungis auðnuleysingjar
og brennivínsberserkir. Mér sárnaði oft af
þessum sökum þar sem ég lagði mig mjög
fram um að leysa málin. En þannig er þetta:
formaður verður að taka bæði hrósi og
skömmum. Um málefni farandverkafólks
var einfaldlega ekki samstaða innan VMSÍ.
Dagsbrún hljóp hins vegar undir bagga með
farandverkafólki og studdi samtök þess með
fjárframlögum og með því að lána þeim
húsnæði.
Góð/r somstarfsmenn
léttu róðurinn
— Þegar ég lít til baka minnist ég helst
hinnar gífurlegu vinnu sem formennskan í
VMSÍ kostaði. Ég gegndi jafnframt for-
mennsku í Dagsbrún og fannst stundum
sjálfum sem hún sæti á hakanum þar sem ég
þurfti sífellt að vera á ferðinni um allt land-
ið vegna alls konar mála sem upp á komu.
Það var því mjög mikilsvert að hafa
góða samstarfsmenn og ég minnist sérstak-
lega varaformanns VMSÍ í 14 ár, Karls
Steinars Guðnasonar. Samstarf okkar var
afbragðsgott og samtökunum mikill styrkur
að því hve vel það gekk. Starfsmaður VMSI
var alla mína tíð Þórir Daníelsson sem ann-
aðist daglegan rekstur sambandsins, sá um
bókhald og fjárreiður þess og upplýsinga-
starfsemi og hélt utan um kauptaxta aðildar-
féla^anna.
Ég var vissulega ekki alltaf sammála
samstarfsmönnum mínum í stjórn VMSI.
Ég taldi alla tíð að áherslan ætti að vera á
starf í beina þágu umbjóðendanna sjálfra og
var því ekkert yfir mig hrifinn af veru okkar
í alls konar erlendum samtökum og sá ekki
tilganginn með því. Það koma fyrir að ég
lenti í minnihluta í stjórn út af slíkum mál-
um. Ég man eftir því að við vorum um tíma
í tvennum sænskum samtökum verkafólks í
matvælaiðnaði. Þau voru síðan sameinuð en
sennilega hafa tíðindi af því borist eitthvað
seint hingað því að VMSI var víst í báðum
þessum samtökum um tíma þótt þau væru
orðin ein samtök.
Ég segi að lokum enn og aftur að það er
eitt hið erfiðasta starf sem hægt er að takast
á hendur að gæta hagsmuna ófaglærðs
verkafólks sem alltaf á undir högg að sækja
á vinnumarkaðinum. Að gegna formennsku
í VMSI er því fullt starf og meira en það og
því verður ekki sinnt sem skyldi á kostnað
annars félags. Við formennsku í VMSI hef-
ur tekið við af mér ungur maður. Björn
Grétar Sveinsson, og er í fullu starfi sem er
vel. Þá hefur hann við hlið sér reyndan og
góðan mann, Snæ Karlsson, þannig að
VMSI hefur alla burði til að vera öflugur
málsvari ófaglærðs verkafólks á íslandi,
segir Guðmundur J. Guðmundsson að lok-
um.
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKAN
FARAR-
RRODDI
VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS
VINNAN