Vinnan


Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.04.1994, Blaðsíða 11
Yfirmenn hins erlenda herliðs á Islandi. Til hœgri er Harry O. Curtis, yfirmaður hernámsliðs Breta, og til vinstri Charles H. Bonesteel, yfirmaður bandaríska setuliðsins. Hann hafði uppi áœtlanir um hernaðarafskipti afverkföllum íslenskra hafnarverkamanna. (Ljósm.: Svavar Hjaltested - myndin er tekin úr bók Tómasar Þórs Tómassonar, Heimsstyrjaldarárin á Islandi, 1939 -1945.) fyrir setuliðið en það mæltist ilia fyrir hjá verkafólki. Yfirvinna minnkaði og sunnu- dagsvinnu á vegum setuliðsins var víða hætt. Dagsbrúnarmenn kvörtuðu undan þessu og bentu á að „landvarnavinnuna" mætti ekki minnka. Sökum gerðardómslaganna var verka- lýðsfélögum fyrirmunað að beita verkfalls- vopninu. Tóku verkamenn við höfnina þá upp á þeirri aðferð að einfaldlega mæta ekki í vinnu og verkamannafélagið Dags- brún, undir nýrri forystu sósíalista (komm- únista), sagðist ekki hafa farið út í verkfall; ákvörðun hafnarverkamanna væri þeirra eigin. Skæruhernaður var hafinn. Astandið var ískyggilegt. Hvað myndu heryfirvöld gera ef lífæð vöruflutninga til landsins væri í hættu? Reykjavíkurhöfn var aðal aðflutn- ingshöfn þjóðarinnar. Hofnardeilan í júní 7 942 Þann 10. júní fór Eimskipafélag Islands fram á við Dagsbrún að það fengi undan- þágu frá næturvinnubanni félagsins. Það leyfi hafði ávallt verið auðfengið en að þessu sinni með þeim skilyrðum að ef verkamenn ynnu alla nóttina þá fengju þeir hvíld frá kl. 7 að morgni til kl. 12 á hádegi á kaupi. Á það féllst stjóm Eimskipafélags- ins ekki og var henni það raunar ókleift með tilliti til gildandi laga. Þegar íslensku verkamennirnir hættu vinnu kl. 10 að kveldi næsta dag gengu breskir hermenn í þeirra verk. Utgerð skipsins var á vegum Ministry of War Transport, breska her- flutningaráðuneytisins, og hafði umboðs- maður þess fyrirskipað að hermenn skyldu umsvifalaust vinna við skipið. Daginn eftir skall á verkfall Dagsbrúnarmanna og veittu þeir Eimskip frest í viku, annars leituðu þeir sér vinnu annars staðar og var sú hótun ógnvænleg fyrir Eimskip. Verkamannafé- lag þeirra sagðist ekki hafa gefið neina fyr- irskipun um verkfall, enda var það nauð- synleg yfirlýsing til að komast hjá því að formlega hafa brotið lögin. Þjóðviljinn taldi afstöðu Eimskips koma frá Eggerti Claessen, „helsta máttarstólpa Sjálfstæðis- flokksins", Kosningar til Alþingis voru framundan. Vinnuveitendafélag Islands tók við málinu að ósk Eimskipafélagsins. Vinnuveitendafélagið óskaði eftir því við Dagsbrún að þeir félagar, sem ekki virtu þá samninga sem gerðir voru 9. janúar 1941, skyldu reknir úr félaginu. 19. júní 1942 mætti cnginn verkamaður til vinnu hjá Eimskip. Ástandið gerðist 11 ískyggilegra fyrir Vinnuveitendafélagið og jafnframt heryfirvöld þegar verkamenn hjá Skipaútgerð ríkisins bættust í hóp hafnar- verkamanna sem neituðu að mæta til vinnu nema orðið yrði við kröfum þeirra. Banda- rísku heryfirvöldin á Islandi þurftu að hugsa sinn gang og móta stefnu um þátt hermanna í verkföllum í landinu. Bretar höfðu þegar gert það og ástandið versnaði 23. júní þegar þeir létu hermenn sína vinna við uppskipun á vörum og flytja þær inn í pakkhús Eimskipafélagsins. Afstaða yfirstjórnar Bandaríkja- hers á Islandi til verkfallsins Verkamannafélagið Dagsbrún sendi 23. júní Olafi Thors utanríkisráðherra bréf og varaði við því að „til alvarlegra árekstra kunni að draga milli verkamanna og at- vinnurekenda, ef erlendir hermenn vinna verkamannavinnu hjá íslenzkum fyrirtækj- um eða við framkvæmdir, sem eingöngu snerta íslenzka ríkisborgara." Þjóðviljinn skrifaði 24. júní að „ameríska herstjórnin“ megi treysta að íslenskar vinnuhendur muni fljótt og vel vinna við afgreiðslu skipa og verkamenn megi þá treysta því að herstjórnin leggist ekki gegn grunnkaups- hækkunum. Blaðið segir enn fremur: „Einnig er það ótrúlegt að ameríska her- stjórnin vilji vitandi vits stíga spor, sem orðið getur til þess að spilla sambúð amer- íska hersins og Islendinga. Sú sambúð var ekki of góð fyrir.“ Líklega vísar blaðið þá m.a. til þess hörmulega atburðar, sem átti sér stað tæpum mánuði áður, er 12 ára ung- lingur lést af völdum byssuskots frá banda- rískum hermanni. Sendiherra Bandaríkj- anna harmaði þann voðaatburð. Yfirmaður bandaríska setuliðsins hét Charles H. Bonesteel. Án samráðs við hann lét fulltrúi skrifstofu hergagnasjóflutninga á Islandi (War Shipping Administration) í ljós þá skoðun sína við yfirmenn sína að rétt væri að láta hermenn bandaríska dval- arliðsins stöðva verkfall hafnarverkamanna í Reykjavík. Slík boð bárust hermálayfir- völdum í Bandaríkjunum og Bonesteel svaraði um hæl fyrirspurn þaðan um hvað væri á seyði. Flutningaskip frá Panama (S.S. Carabella) í höfninni í Reykjavík flutti einungis vörur fyrir Islendinga, enda leigt í þeim tilgangi. Hann sendir 23. júní 1942 eftirfarandi svar til yfirmanns birgða- þjónustu hersins: „Þessi ráðlegging um beitingu her- manna í verkfalli var gerð án, ég endurtek, án vitneskju minnar eða samþykkis. [...] Afskipti bandarísks hers af þessu verkfalli mun hafa gífurlega óhagstæðar hliðarverk- anir og er gjörsamlega [violent] í andstöðu við stefnu mína og fyrirmæli frá herráðs- foringjanum [Chief of Staff]. Ameríski ráð- herrann [American Minister] hefur fengið allar upplýsingar og er sammála um að engar hersveitir verði notaðar. Þau vina- VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.