Blik - 22.04.1947, Síða 7
B L I K
3
söltuðum fýl og lunda. Einnig
var þar kjöt í tunnu. Reykt kjöt
var látið hanga í sjálfu eldliús-
inu. I norð-austur horni þesS var
geymdur eldiviðurinn, a. m. k.
vetrarforðinn, sem aðallega var
þurrkuð kúanrykja og skán, —
og svo rekatimbur, sem þá var
allmikið af.
Fjósið var undir lofti í vestur-
enda byggingarinnar og gengu
kýrnar út úr fjósinu út í göngin
og eins inn um þau, þegar þær
voru látnar inn, og því út og inn
um bæjardyrnar rétt eins og
fólkið.
í gangveginum á móts við fjós-
dyrnar var dálítill forarpyttur,
sem tók 6 stampa og rann í hann
þvag kúnna, sem voru tvær og
stundum kálfur að auki.
Iðulega þurfti að bera úr þess-
um pytti, svo að ekki flæddi úr
honum yfir göngin.
Austurendi byggingarinnar
niðri var stór skáli með mold-
argólfi og grjótveggjum óþiljuð-
um og þremur rúmstæðum til
hvorrar handar. Á vertíðum
sváfu þar sjómenn, tveir í hverju
rúmi og lifðu við skrinukost, en
fengu súpu, soðinn fisk og lagað
kaffi hjá húseiganda, en lögðu
sjálfir til soðninguna og kaffið
og tóku sykur hjá sjálfum sér.
Fyrir þessa viðlegu og fyrirhöfn
greiddu þeir svo húseiganda eft-
ir á og mun gjaldið hafa verið á-
kveðið fyrir hverja viku.
Úr skála þessum lá tréstigi
upp á loftið í baðstofunni, sem
svo var nefnd, og féll hleri fyr-
ir stigagatið.
I austurenda loftsins var
hjónaherbergið, sem var frern-
ur lítið. Að öðru leyti var loftið
almenningur og svaf þar allt
annað heimilsfólk en hjónin.
Á þaki baðstofunnar, sem var
torfþak á skarsúð, voru þrír smá-
ir gluggar að sunnan og aðrir að
norðan. Flver gluggi var með
tveim smárúðum og var í litlum
kvisti, sem einnig var þakinn
með torfi.
Á skálanum, sem áður var lýst,
voru tveir gluggar, annar gegn
suðri, hinn að norðanverðu.
Voru það fjögra rúðu gluggar
frekar smáir. Þeir stóðu upp
undir loft skálans og var tekið
úr veggjunum fyrir þeim. —
Allur var bærinn hlaðinn úr
grjóti að innan en snidduhlað-
inn utan. Baðstofan var öll þilj-
uð og eins herbergið yfir fjós-
inu. Milli þess herbergis og
aðalbaðstofunnar var hurð.
Göngin voru lögð grjóti frá
útidyrum og aðeins inn fyrir
fjós og skáladyr. Þá tók
við moldargólf inn í eld-
hús. Göngin voru þriggja álna
víð að innan með rafti í þak og
þunnum blágrýtishellum yfir og
síðan tyrfð eins og áður segir.
Eldhúsið var með skarsúð og
hurð að göngunum. Baðstofan,