Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 24
20
BLIK
og milli þeirra er Dufþekja hin
nafnkunna. Er á Hákollu kom,
var fólk þreytt og svangt. Fengu
menn sér því snæðing. Mikið var
rætt um þokuskrambann og
héldu sumir, að tröll mundu
vera hér að verki og væri ætlun-
in að hremma allan skátahópinn.
Var ekki laust við, að sumir
fyndu til einhvers beigs. Við
vissum, að Höfnin og Flóinn
myndu blasa við okkur, ef þokan
væri ekki. Sömuleiðis öll Heima-
ey.
Eftir nokkra viðdvöl á há-
Heimakletti var haldið af stað
niður á Hettu og var síðan hald-
ið niður af klettinum og gekk
allt vel.
Síðan var gengið yfir Eiðið,
var þá þokan mikið farin að grisj
ast og mátti nú vel sjá nokkuð
frá sér. Skammt undan Eiðinu
eru þrír litlir drangar, sem kall-
aðir eru Eiðisdrangar.
Hægt og bítandi var þrammað
upp Hlíðarbrekkurnar og upp
á Klif. Ekki hvíldum við okkur
fyrr en komið var á hæsta hólinn
á Klifinu. Þaðan sjást allvel Eini
drangur og Þrídrangar.
Var þokunni alveg létt. Ekki
dugði að láta fyrirberast þarna
uppi. Var því haldið áfram. Var
farið niður af Klifinu hjá Litla-
Klifi og stanzað í Náttmála-
skarði.
Norðan við Klifið er stórgrýt-
isurð, sem kölluð er Skansar.
Skammt þar undan landi eru
tveir drangar. Þeir heita Litli-
og Stóri Örn.
Enn var lagt af stað og gengið
upp á Bláhá. Nú var Dalhrygg-
urinn næstur. Af honum blasti
við okkur Herjólfsdalur með
fjöll á báðar hliðar og litlu tjörn-
inni sinni.
A vinstri hönd mót suðvestri
er Moldi og skammt neðan við
hann brött fuglabrekka, er heit-
ir Miðdagstó. Nokkru sunnar er
Fiskhellanef. Á hægri hönd er
Dalfjallið, hátt og tignarlegt.
Saltaberg er í miðri brekkunni
upp af dalnuln.
Var nú ferðinni heitið á Blá-
tind. Er við vorum á leiðinni
þangað, varð okkur starsýnt á
Upsaberg, Stafnnesið og Víkina
við það.
Ferðin á Blátind gekk vel og
var farið upp að vörðunni, er
einn flokkur úr Skátafél. hafði
hlaðið að nýju fyrir tveim árum.
Mót suðri blasa við manni
Suðureyjarnar og mót vestri,
suðvestur af Stafnnesi liggja Smá-
eyjarnar: Hani, Hæna, Hrauney
og Grasleysa.
Leiðin niður Dalfjallið og nið-
ur í Dal var fljótfarin. Á leið-
inni horfum við niður í Kapla-
gjótuna eða Ægisdyr, sem stund-
um er nefnd svo. Einnig eru Tík-
artær þarna og eru þær illúð-
legar til uppgöngu. Klukkan
var nú farin að ganga átta og