Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 25

Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 25
B L I K 21 var ákveðið að tjalda og dvelja næturlangt í laut einni á Hamr- inum. í bíti næsta morgun var lagt a£ stað og haldið suður með Hamri. Teistuhellir var það cina, er vakti forvitni okkar sér- staklega. í Klaufina var komið kringum g-leytið og var höfð nokkur við- dvöl þar. Sumir fóru í þöngla- bardaga og féll nokkuð mannal Þorsti gerði nú vart við sig hjá einni stúlkunni og var því leitað að vatni í Erlendarkrón- um og drukku menn óspart, jafnt þyrstir sem óþyrstir. Héld- um við nú á Stórhöfða og geng- um þar um, er við máttum. Haldið var síðan í Brimurð. Skammt þar fyrir austan er tangi einn, sem nefndur er Ræningja- tangi, og er sagt, að Tyrkir hafi lent þar, er þeir gerðu hér strandhögg 1627. Nokkru fyrir norðan Ræn- ingjatanga eru langir og niður- brotnir hamrar. Þeir heita Brim- urðarloft. Þar eru stórir móbergs steinar fyrir neðan úr dökkgráu mógrjóti. Litl-höfði er næsti áfangi okkar. Farið er upp sunnanmeg- in og gengið fram á hann. Fyrir norðan hann er einkenni- legur klettur, er nefnist Land- stakkur. Spölkorn frá honum er í Litlhöfða stór hellir, er Litl- höfðahellir heitir. Tvö op hefir hann. Annað mót norðri en hitt mót austri. Farið er inn um op- ið að norðan. í Lyngfellisdalnum var dvalið örlitla stund. Að því búnu var haldið til Sæfells og upp að efsta tindi þess. Hann heitir Hábúr. Þaðan sést vel yfir Stakkabót- ina, Litla- og Stóra Stakk þar úti á víkinni. Samþykkt var að sleppa að ganga á Helgafell í þetta skiptið. Haugarnir tóku nú við og skoðuðum við Haugahelli. Brátt voru Haugarnir á enda og tóku Urðirnar við. Á Skansinn kom- um við kl. 5 e. h. og þar með var þessari skemmtilegu sólar- hringsgöngu lokið. Helginni hefðum við tæpast getað varið á skemmtilegri hátt en þennan. SPAUG fært úr stíl í stílinn. Frúin (við gesti sína): Gerið svo vel að drekka vatn með matnum. Það er svo hollt að skola innan á sér lungun. * Skyrið er strokkað úr rjóman- um og þá verður sýran eftir. * Aðalmunum á manni oar þorski er sá, að maðurinn er klof- inn í mjórri endann en það er þorskurinn ekki.

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.