Blik - 22.04.1947, Qupperneq 26

Blik - 22.04.1947, Qupperneq 26
22 B L I K EYJATIÐÍNÐI i. febr. þ. á minntust nemend- ur bindindisstarfsins í skólum landsins. Skólinn hafði boðið stúkunum Báru og Sunnu að senda ræðumenn í skólann þenn- an dag kl. 11 f. h., því að tíminn 11 — 12 skyldi helgaður bindind- isstarfi skólaæskunnar. Þessir gestir heimsóttu skól- ann frá st. Báru nr. 2: Síra Hall- dór Kolbeins, frú Lára Ólafs- dóttir og Óskar Jónsson kennari. Frá st. Sunnu nr. 204 þessir gest- ir: Árni Johnsen kaupm., Stefán Árnason yfirlögregluþjónn og Páll Eyjólfsson forstj. Allir gest- irnir fluttu stuttar en góðar ræð- ur, sem var vel fagnað af nem- endum. Þá töluðu þessir nem- endur: Páll Steingrímsson III. b., Anna Tómasdóttir, II. b. og Llaraldur Baldursson I. b. Síðast talaði skólastjórinn. Um kvöldið liéldu nemendur ársfagnað Menningarfélags skól- ans og sáu kennararnir um öll skemmtiatriði. Til skemmtunar var upplestur, kvikmyndir og samlestur á leikþætti. Síðast var svo dansað til kl. 3 um nóttina. Umsjónarmenn skólans eru þessir: Óskar Ketilsson, III. b., Einar Valur Bjarnason, II. b. og Guðmundur Helgason, I. b. Hringjari skólans er Óskar Þór Sigurðsson. Kennarar skólans hafa fest kaup á kvikmyndavél handa skól anum. Hún kostar nær 5 þús- undir króna. Þessa vél ætla þeir að láta skólann eignast án fjár- framlaga frá bæjarsjóði eða ríki með því að afla sjálfir fjár til þess að greiða vélina. 21. febr. s.l. hófu nemendur skólans að grafa fyrir veggjum hins nýja skólahúss. Nemendur III. bekkjar hófu starfið, stúlkur og piltar, og unnu frá kl. 914 f. h. til kl. 3 e. h. Næsta dag unnu þar nemendur I. b. og þriðja daginn nemendur II. b. Skólastjóri stjórnaði verkinu og vann með nemendum. Vinnu- gleði ríkti í starfinu og mikill áhugi. Góð gjöf. Á s.l. liausti gaf Stefán Helga- son Gagnfræðaskólanum smásjá. Skólinn þakkar þá velvild og hugulsemi.

x

Blik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.