Blik - 22.04.1947, Page 10

Blik - 22.04.1947, Page 10
6 B L I K að íslandi undanskildu, þannig, að bjálkar voru lagðir einn olan á annan og mosa eða öðru því- líku troðið í rifurnar milli þeirra. Þau voru svo bikuð utan og þiljuð að innan. Þakið var úr borðum og oft næfur utan á. Á íslandi hafa þá flest íbúðar- hús, sem sé skálarnir, verið með torf og grjótveggjum og torfþakt- ir sem sjá má af því, að þegar menn voru að vígaferlum um nætur, reyttu þeir gras af hús- um, þegar þeir, sem erindum áttu að svara, voru í svefni. Þó \ar skáli Gunnars á Hlíðarenda „af viði einum og viðþaktur utan.“ Reykháfar (skorsteinar) þekkt- ust þá ekki og eiginleg loft vortt og mjög fágæt, þ. e. a. s. loft í öllu húsinu. Hinsvegar voru á sumum stöðum loft í nokkrum hluta skálans. Svo hefur t. d. verið á Hlíðarenda, því „Gunn- ar svaf í lofti einu og Hallgerður og móðir hans.“ Á Bergþóruhvoli hefir ekki verið loft til íbúðar, heldur til geymslu, annars hefði þeim Flosa ekki gagnazt að bera eld- inn inn í loft það, sem Kolur Þorsteinsson fyrstur varð var við og taldi mikilsverða uppgötvun. Herbergið var því venjulegast opið upp í ræfur, en á ræfrinu var op eða strápípur fyrir reyk- inn, sem tilbyrgja mátti með grind, sem á var þanin þunn himna. í gluggum hússins voru samskonar grindur eða hlerar voru fyrir þeim. Beint undir strompinum á miðju gólfi var arinninn. Þar var eldurinn, annaðhvort á beru gólfinu eða á steinhlóðum. Væri húsið höll eða stór skáli, þá breiddi eldurinn sig út til beggja enda eftir lengd hússins og var þá kallaður „langeldur“. Á gólfinu stóð mjaðarkerið. Ur því var drykknum, öli eða mjöð, hellt á horn og því næst borinn gestunum. Hornin voru skorin rósum eða stöfum og oft gull eða silfur greypt í skurðina. Á þeim voru og stundum tveir fætur úr silfri, festir með spöng um þau mið, svo að þau gætu staðið. Veggir hússins voru tjaldaðir innan annaðhvort með vaðmál- um, dýraskinnum eða útsaum- uðúm dúkum. Tjöldin voru laus, svo að þau mætti taka ofan. Útlit er fyrir, að svo mikið bil hafi stundum verið milli tjalds og veggjar, að maður gæti staðið þar. Við flest hátíðleg tækifæri var gólfið stráð hálmi eða — hér á landi — sefi og stör. Á nokkrum stöðum finnst þess getið, að menn hafi byggt sér eldaskála með útskornum mynd- um, sem sýndu, eða áttu að tákna einhvern merkan atburð

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.