Blik - 22.04.1947, Page 16

Blik - 22.04.1947, Page 16
B L I K 12 sal barnaskólans. Þegar þangað kemur, berst að eyrum mér há- vaði og kliður af fjörugum sam- ræðum. Meðal annars er rætt um, hve mikill öfuguggaháttur ríki í heiminum, að maður skuli þurfa að klæða sig og hátta svona oft. Við smokrum okkur úr fötun- um. Þegar ég er að fara í annan leikfimisskóinn, blæs Sigurður kennari í hljóðpípuna sína. Sem betur fer kemst ég nógu fljótt inn í salinn til þess að missa ekki af „þolhlaupinu mikla,“ sem hver fimleikatími hefst á. Þegar því loks er lokið, göngurn við áfram nokkra hringi. Þá hefjast allskonar æfingar. Síðan eru slárnar teknar fram. Það gengur ekki alveg slysalaust að ganga á þeim. Sumir fara of hratt, missa jafnvægið og detta, svo að glymur í öllu, aðrir titra og skjálfa, baða út öngunum og gera ýmsar aukakúnstir, sem koma okkur hinum í gott skap. Svona líður leikfimistíminn. Kl. er 8,45. Við klæðum okkur í skyndi og skundum niður í Gagnfræðaskóla. Þar hefst næsta kennslustund kl. 9,15. Sumir nemendurnir skjótast heim í leið inni, til að fá sér eitthvað í gogg- inn. Á mínútunni hringir Óskar, hinn mikli hringjari skólans, inn í kennslustundina. Þá erum við öll setzt. Eftir andartak kemur skólastjóri inn með tíu mílna hraða: „Góðan daginn, börn,“ og skelfingar skruðningur heyr- ist um bekkinn, því að allir standa upp, til að heilsa á móti. Sumir taka undir fullum hálsi, í öðrum mjamtar. Svo hefstkennsl- an. Það er íslenzka. Kvæði Ein- ars Benediktssonar „Úr Einræð- um Starkaðar" skal krufið til mergjar. Skólastjóri lítur sínum arnaraugum yfir bekkinn með hörkuna í öðru munnvikinu, en mildina í hinu. „Halldór, gerðu svo vel að lesa fyrir mig, góði minn,“ og Dóri les fyrsta erind- ið. Síðan segir hann efnið úr því með sínum orðum. Skáldið trú- ir því að guð sé til, almætti, sem gerir kraftaverk. Skáldið bruðlar eða tortímir auði hjarta síns, sín- um innra manni, yfir víndrykkju og einskisverðum hugsunum eða skeggræðum, raupi og gaspri. „Þannig fer mörgum mannin- um,“ bætir skólastjóri við. „Munngátin sjálf, hún ber mold- arkeim,“ segir skáldið. Halldór þýðir: „Ölið ber feigðina í sér,“ „Já, víndrykkjan leiðir margan góðan mann til efnalegs, andlegs og líkamlegs dauða. Það er stað- reynd, sem jafn vitur maður og Einar Benediktsson gerði sér ljóst.“ Þessu bætir skólastjóri við og leggur áherzlu á orðin. Svo hefst greining. Erindið er rakið sundur í setningar, aðalsetning-

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.