Blik - 22.04.1947, Síða 19
B L I K
!5
lokið, fór verkinu að miða ört á-
fram. En eina reku vantaði enn
og það var reka handa sjálfum
skólastjóranum, sem var alveg í
öngum sínum yfir því að fá ekki
að níðast á fósturjörðinni eins
og hinir, en það var fljótt bætt
úr því.
Við fengum margar heimsókn-
ir. Fyrst kom bæjarstjórinn.
Hann liélt í fyrstu, að lítið gagn
mundi vera að stúlkunum, en
þar liafði hann rangt fyrir sér.
Síðan kom sóknarpresturinn.
Hann dáðist mjög að krafti okk-
ar og dugnaði, en bað okkur
blessuð að ofreyna okkur ekki,
svo að við gætum ekki lært ensku
endursögnina fyrir morgundag-
inn.
Þá kom Óskar Jónsson, sem
kann á ailar vélar, allt frá músa-
gildrum og kaffikönnum upp í
jarðýtur og gufuvélar. Hann
virtist líka kunna á rekur, því að
hann greip þá, sem hendi var
næst og fór að hjálpa til við
gröftinn og hamaðist svo mjög,
að þrjár rekur virtust vera á
lofti í einu.
Stúlkurnar kunnu ágætlega
við sig í gallabuxunum og lögðu
sig allar fram til að sýna strák-
unum, hvað þær væri duglegar.
Strákarnir létu fljúga brandara,
nýjustu fréttir og skammir hver
um annan fyrir leti, en állt í
mesta bróðerni. Þegar komið var
að matartíma, fóru sumir að
ympra á því, að þeir mundu hafa
góða matarlyst, þegar heim kæmi
og efa ég ekki, að svo hafi verið.
Klukkan tólf var farið „í mat“
og varð að samkomulagi, að allir
skyldu hittast upp við skóla og
halda hópinn upp eftir. En
vegna ákafans gleymdu drengirn-
ir þessu, og fóru hver í sínu lagi
strax, þegar þeir voru búnir að
borða, svo að Þorsteinn varð að
gjöra svo vel að fara einn með
stúlkunum upp eftir. Þá var tek-
ið til að hamast á nýjan leik.
Stúlkunum þótti þetta ákaf-
lega skemmtilegt og sögðu, að
þetta væri alveg „brandari", og
næst færu þær í aðgerð.
Þegar við vorum nýbyrjuð,
koniu barnaskólakennararnir til
þess að heilsa upp á okkur. Þeir
undruðust yfir afkiistum okkar
og fannst., að eiginlega ætti að
kvikmynda þetta. En því var ekki
hægt að koma við. En aftur á
móti kom Kjartan ljósmyndari
uppeftir og tók myndir af greftr-
inum og eins af okkur, meðan
við drukkum kaffið.
Klukkan hálf fjögur var hald-
ið heim til þess að læra.
Ég held, að aldrei hafi jafn
glaðir verkamenn haldið heim
eftir vel unnið dagsverk, því að
þeir vissu, að þeir höfðu ekki
einungis unnið bæjarfélaginu
gagn heldur allri þjóðinni.
Páll Steingrímsson III. b.
fréttaritari vinnufl. III. b.