Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 14

Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 14
ÍO B L I K því að drepa á dyr, ónei. Þeir áttu nú að vakna við annað núna! Þeir hefðu bara gott af því, þessir gemlingar, hugsaði ég með mér. Ég opnaði, læddist inn og gekk að fyrsta rúminu, sem varð fyrir mér, þar svaf Kristófer. En hvað hann var skrítinn, þar sem hann svaf tannlaus og.gleraugna- laus, hvorttveggja lá á náttborð- inu. Ég reiddi til höggs — en — átti ég nú annars að flengja Kristófer? Ætli hann mundi þá nokkurntíma spila við mig „Lönguvitleysu?" Nei, líklega ekki. Jæja, þá Sigurjón. Hann svaf í næsta rúmi. Ég læddist þangað og sló laust á sængina, en um leið vildi svo illa til, að ég felldi um vatnsglas af borð- inu og af því varð svo mikill há- vaði, að allir vöknuðu. Ég sló nú aftur til Sigurjóns en hann sezt þá upp og ætlar að þrífa vöndinn, en ég skýzt undan og að rúmi Simba og flengi hann eitt hösra; — en bara eitt — hann vildi víst ekki meira, því að hann tók af mér vöndinn og faldi hann undir sænginni. En þá kom nú annað hljóð í strokkinn mín megin. Ég æddi hágrátandi upp til mömmu og sagði henni, að Simbi hefði tekið af mér vöndinn minn. Ég skildi ekkert í því, hún bara hló að mér. En afi lézt verða fokvondur og fór með mér niður og skipaði þeim að láta mig fá vöndinn og það undir eins. Nú þorðu þeir víst ekki annað en að láta mig fá hann og sögðu nú, að ég mætti flengja sig eins og ég vildi og ég held, að ég hafi notað mér það. En seinna um daginn færðu þeir mér tvo stóra poka fulla af bollum og hýrnaði þá heldur yf- ir mér. Um kvöldið sátum við Kristó- fer og spiluðum ,Lönguvitleysu‘ um leið 02; és; hámaði í mÍ2f rjómabollur. Helsa Schevins III. b. o o Sigursæll er góður vilji Sumum mönnum eru þær gáf- ur gefnar, að takast allt í fyrsta sinn, sem þeir leggja hönd eða huga á, en af fjöldanum eru þeir mjög fáir. Flestir verða að leggja mikið á sig til þess að ná því marki, sem þeir hafa sett sér. Að setja sér markið hátt er frumskilyrðið og fylgja því síðan fast .eftir og keppa að því með stöðugum vilja og krafti. Unglingurinn ætti að gera þetta strax í bernsku og nota æskuárin vel, ekki fara út á göt- una, eða leggjast í óreglu, heldur hafa fast markmið og leggja eitthvað á sig til þess að ná því.

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.