Blik - 22.04.1947, Side 28
24
B L I K
S Ö K I N
SMÁSAGA EFTIR H. S. QUELCH
Reuben Carre óskaði þess
stundum, að konan sín dæi. I
marga mánuði hafði hún liðið
hroðalegar kvalir; hún var orð-
in önuglynd og nöldrunarsöm.
í hinum löngu veikindum konu
sinnar hafði Reuben ailtaf verið
þolinmóður og nærgætinn þang-
að til kvöldið, sem hann missti
stjórn á sér. Hann hafði verið
að lesa fyrir hana; bókin var sér-
stakiega heimskuleg og hann
verkjaði í höfuðið.
„Heyrðu annars Vera,“ sagði
hann, er hann hafði lokið skáld-
sögunni: „Mér þætti gaman að
vita, hvort þér væri sama, þótt
ég færi út annað kvöld. Ég hef
ekki hitt kunningja mína vikum
saman, það mundi vera mér dá-
lítil tilbreyting.“
Fermd börn: 32 stúlkur, 40
drengir; samtals 72 börn.
Hjónavígslur í Vm. 1946: 9 alls.
Dánir í Vestmannaeyjum
1946: 8 konur; 14 karlar; sam-
tals 22 menn.
Frá Bátaábyrgðarfélagi Vest-
mannaeyja: Árið 1946: Báta-
fjöldi 71. Samtals 5315 smálest-
ir. Samtals 1922 hestöfl. Heild-
arverðmæti kr. 11.847.250,00.
„Tilbreyting," hrópaði Vera,
„en ég sem ligg hér dag eftir
dag!“
Reuben hugsaði hljóður um
þá miskunnarlausu mánuði, er
hann hafði lifað í þessu herbergi,
auðmýkingu, leiðindi og kvalir.
„Ég veit,“ sagði hann, „að þú
hefur þjáðst mikið alla þessa
löngu mánuði. Ég hefi þjáðst
með þér og ég hef gert mitt
bezta til þess að hjálpa þér. En
ég er heilbrigður og sterkur.“
„Þú hefur auðvitað þefað uppi
slóð einhverrar stelpu,“ sagði
Vera háðslega. Reuben var af
þessu gripinn ofsalegri reiði og
laut með kreppta hnefa yfir rúm-
ið. Vera rak upp vein og andar-
dráttur hennar varð þungur og
sogandi. Hún studdi hönd sinni
að hjartastað og sagði í hálfum
hljóðum: „Gefðu mér eina
töflu.“
Eins og í leiðslu gekk Reuben
að skápnum og tók fram meðala-
glasið. Þessi vanalegi pipar-
myntuþefur fyllti hann óbeit.
Hann mundi að \rera hafði tekið
inn fyrir tuttugu mín. og Sur-
gent læknir hafði tekið það skýrt
fram, að undir engum kringum-
stæðum mætti hún taka inn