Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 8

Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 8
4 B L I K sem sneri í austur, var glugga- laus þeim megin, en að vestan var lítill fjögra rúðu gluggi í torf- og grjótgafli. Aðalbærinn var sex álnir að innanmáli. Allir sátu á rúmum sínum, bæði þegar þeir mötuðust og voru við vinnu sína og voru rúm í aðalbaðstofunni báðu megin. í þá tíð voru oftast á bænum tveir vinnumenn og tvær vinnu- konur. Þegar rokkar og önnur áhöld höfðu verið tekin fram á milli rúmanna, var víst mjög þröngt. Ekki var birtan heldur mikil af einum lýsislampa. Þarna var hann frá því ég man fyrst eftir mér, 4—5 ára gamall. En um þessar mundir vék lýsislamp- inn yfirleitt fyrir olíulampanum. — Hannes heitinn tengdafaðir minn sagði mér og fleirum frá því eitt sinn, að á fyrstu árum olíulampanna hér, hefðu nokkr- ir bændur hitzt niður í Sandi, sem oft bar við fyr og síðar. Þetta var að áliðnum vetri. Þeir ræddu um olíueyðslu sína þann vetur og höfðu flestir eytt 7—8 pottum yfir veturinn. Þá kom þar að einn, sem kvaðst hafa eytt 12 pottum. Hinir höfðu orð- ið orðlausir af undrun yfir slíkri óhófseyðslu. — En þess skal getið, að þá voru ekki notaðir hring- brennarar, heldur voru kveikir líkir því, sem nú er á olíulukt- um og þó líklega enn minni. — En þetta var útúrdúr, því að ennþá er ekki fulllýst öllum hús- um á Vesturhúsum eystri. Á hlaðinu voru þrjú hús eilít- ið frá bænum. Stóðu þau sunn- ar og vestar en bærinn sjálfur. Þessi hús voru hlaða vestast, hjallur í miðju og skemma aust- ast. Hús þessi'munu hafa verið 9—10 álna löng, og tvö þeirra 6 álna víð en hlaðan 8 álnir. Þau voru öll úr timbri að fram- an. Þökin voru einnig úr timbri, klædd tjörupappa bikuðum, og var þurrum sandi stráð yfir hann, þegar bikað var. Veggir voru annars úr hlöðnu gjóti, og voru hús þessi grafin inn í hól upp að þaki. Eins var því varið um aðalbæinn. Framan við bæinn var hlaðin for (safnþró) og stóð á henni kamar. Ekki var þá búið að láta timburlok yfir forina, en það var gjört nokkru síðar. Að síðustu skal þess getið, að allstórt fjárhús stóð niður í Skarði í túnfætinum. Það var hlaðið úr grjóti með torfþaki og árefti. Það var all- stórt hús, Lömbum var þar gef- ið og fullorðnu fé á vetrum. Máltíðum var hagað þannig á þessum bæ: Kaffi á morgnana með kandíssykurögn á undir- skálinni. Kl. io—ioi/2 var snædd- ur morgunmatur: fiskur, nýr, saltaður eða úldinn, og rófurn, meðan entust. Til miðdegisverð-

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.