Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 32
28
B 1.1 K
hátturinn: „Betra er illt að gjöra
en ekki neitt“.
Ákjósanleg frístundavinna er
til dæmis: Listiðnaður hverskon-
ar, bókband, tréskurður, teiknun
útvarpsvirkjun, ljósmyndavinna
o. fl.
Til allrar eða flestrar frístunda
vinnu þarf erlend efni og nú sem
stendur er mjög erfitt að fá slík
efni, vegna gjaldeyrisvandræða.
Það er aðeins ein spurning af
mörgum, hvort gjaldeyri þjóðar-
innar væri öllu ver varið, þótt
keypt væri efni til frístunda-
vinnu í staðinn fyrir nokkurn
hluta þess áfengis sem árlega er
hellt yfir þjóðina.
Búast mætti við því, að það
fækkaði brennivínskrónunum,
sem í ríkissjóðinn fara, en til að
vega upp á móti því tjóni, má
gera ráð fyrir, að landið eign-
aðist heilbrigðari æskulýð, sem
hverju landi er nauðsynlegra en
nokkrar milljónir króna fyrir
brennivínsokur, en auk þess
myndi þessi breyting á innflutn-
ingi ríkisins gera það að verkum,
að útgjöld ríkisins til lögreglu
og fangelsishalds gæti minnkað
allmjög.
Hér að framan er aðeins lítil-
lega bent á leið til að forða börn-
um og unglingum af götunni.
Þessi leið er nú mjög fjölfar-
in víða um heim, og til marks
um, að hún á hljómgrunn meðal
íslenzku þjóðarinnar er það, að
á undanförnum árum hafa
flutzt hingað frá Bandaríkjun-
um tímarit, sem fjalla um þessi
efni, og það er hrein hending,
ef slík tímarit eru ekki uppseld
innan fárra daga frá því þau
koma í bókabúðir.
Margir merkir uppeldisfræð-
ingar telja Hobby-leiðina heilla-
vænlega til andlegs og líkamlegs
þroska fyrir börn og unglinga.
Hér er verk að vinna fyrir þá,
sem vilja íslenzkum æskulýð vel.
ng
SPAUG
fært úr stíl í stílinn.
Eitt af innyflum mannsins er
samvizkan. Hún er mórauð í
flestum.
*
I Vestmannaeyjum eru til hús-
dýr, sem heita kanínur, sem
hvorki mjólka né verpa eggjum.
Þær eru ferfætt dýr með stór eyru
og skott á rassinum.
í Reykjavík ganga kanínurnar
á tveim fótum. Þær hafa engin
eyru en hafa loðin skott á baki
og brjósti og eru notaðar handa
hermönnum.
*
Aðalsmenn stunda aðallega
kontóristastörf og annað þ. u. 1.