Blik - 22.04.1947, Page 29

Blik - 22.04.1947, Page 29
B L I K 25 meira en eina töflu á hverjum klukkutíma. I.nokkrar sekúndur hikaði Reuben, en svo setti hann þessa hvítu litlu hellu milli grárra vara konu sinnar. Innan fimm mínútna svaf hún vært. Um nóttina dó Vera Carre. Nákvæmlega viku eftir jarðar- förina sat Reuben við arininn og íhugaði framtíðina: Þetta nýja líf, sem hann nú nálgaðist, lönd- in, sem hann ætlaði til, þá reynslu, sem hann var staðráð- inn í að afla sér og vinina, senr hann vonaði að eignast. Skyndi- lega sá hann sjálfan sig í svefn- herberginu nóttina, sem ósam- komulagið varð. Hefði hann átt að gefa Veru töfluna? Hafði það valdið dauða hennar? Sakaráfell- ingin, að hann hefði orðið kon- unni sinni að bana, spillti dag- draumum hans. Alla nóttina lá hann vakandi, hlaðinn þungbær- unr efa og ótta. Með tímanum á- sótti þetta hann enn meira. Hann langaði mjög til þess að tala við einhvern um þennan dökka skugga, sem elti hann á öllum tímum og allsstaðar, en hann átti enga vini eða ættingja, sem hann gat dvalið hjá. Dag eft- ir dag átti hann leyndarmál sitt einn og þar kom, að hann varð þreyttur og veikur. Kvöld nokkurt fannst honum hann finna piparmyntuþefinn af töflunum. Hann fór inn í borðstofuna, þar var þessi lykt. í- nryndun, blekking, muldraði hann, því að hann vissi vel, að hann lrafði fleygt meðalaglasinu. Hann opnaði bakdyrnar — þar var lyktin líka. Hann leitaði æð- islega í hverju herbergi í hverj- um skáp og í hverri skúffu og þótt hann fyndi enga meðala- flösku, var þessi lykt samt alls- staðar og virtist hafa gagntekið allt húsið. Reuben reyndi ekki að sofa. Hann lá í hnipri í hægindastól, þrýsti höndum að höfðí sér og stundi aumkunarlega. Næsta morgun kl. átta opnaði hann dyrnar inn til frú Trist, konunn- ar, sem kom á hverjum morgni, tók til í húsinu og bjó til fyrir hann matinn. „Finnur þú nokkra lykt hérna?“ kallaði hann til konunn- ar, þar sem hún var frammi í eldhúsinu. „Nokkra lykt? Áttu við flesk- ið,“ spurði frú Trist. „Nei, nei! Piparmytnulykt!" „Nei, herra Carre, ég finn ekki neina lykt.“ Næsta norgun vísaði hann frú Trist heirn og tilkynnti í síma að hann gæti ekki komið til vinnu sinnar. Þegar leið á dag- inn virtist þefurinn enn ágerast. Loks missti hann stjórn á sér æddi frá einu herbergi til annars, braut glugga og blómavasa, reif niður gluggatjöld og barði á veggina. Úttaugaður hneig hann

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.