Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 5
Sktjrslur þessnr hefur undirritaður unnið upp úr óprentuðum skýrslum embættis-
lækna frá árunum 1881—1890. Þeirri reglu er fylgt að greina helzt öll tilfelli, sem
um er getið, af farsóttum og nokkrum öðrum smitsjúkdómum, svo og allar fæðingar
og shjs, og árin 1885 og 1890 eru talin fram að heita má öll sjúkdómstilfelli, sem
læknar tilgreina með tölum. Að öðru teyti er veitt innan úr skýrslunum það, sem
helzt þótti forvitnilegt. Þó að tilgangur þessarar útgáfu sé vissulega ekki að vera
orðrétt textaútgáfa af skýrslum læknanna, cr frásögn þeirra haldið orðréttri, eftir
þvi sem fært þótti, og útgefandi tekur ekki fram i, nema óhjákvæmilegt sé. Land-
læknir og nokkrir héraðslæknar rituðu skýrslur sínar á dönsku, og hefur verið þýtt
það, sem upp úr þeim er tekið. Regluleg skráning farsótta liófst árið 1888, og fylgjct
hér töflur um farsóttir fyrir árin 1888—1890.
Þó að skýrslur þessar kunni að hafa lítið staðtölulegt gildi og iðulega megi efast
um sjúkdómsgreiningar læknanna, mun lesandi eigi að síður fá allgreinilega hug-
mynd um sjúkdóma og heilbrigðismál á þeim tíu árum, sem þær ná yfir.
Benedikt Tómasson.