Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 7
1881
I. Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1881 72453 (72445).
Lifandi fæddust 2324 (2268) börn, eða 32,1%0 (31,3%c).
Andvana fæddust 113 (82) börn, eða 46,4%0 (34,9%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 57.
Manndauði á öllu landinu var 1832 (1509) menn, eða 25,3%0 (20,8%o).
Á í. ári dóu 526 (385) börn, eða 226,3%0 (169,8%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 87 (75 drukknuðu, 12 af öðrum slysum).
Sjálfsmorð voru 8.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Frá þessu ári er elcki finnanleg yfirlitsskýrsla landlæknis og ekki heldur skýrsla
úr 1. læknishéraði (Reykjavík).
Þó að flestir læknar láti allvel og sumir vel af heilsufari, varð manndauði mikill
í landinu, og hartnær fjórðungur lifandi fæddra barna dó. Kikhóstafaraldur, sem byrj-
að hafði árið áður, varð útbreiddur og skæður, einkum á ungbörnum. Að öðrum að-
fluttum farsóttum kvað lítið, og landlægar farsóttir virðast ekki hafa verið frá-
brugðnar því, sem gerðist. Óvenjumikið var um bólgur og ígerðir, svo að minnti á
faraldur, og marga kól í frostunum og létu fingur, tær eða útlimi.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Aðeins einn héraðslæknir getur þess, að hlaupabóla hafi gengið í héraði hans
(15. læknishéraði). Veit hann um 83 tilfelli, en telur þau hafa verið miklu fleiri.
2. Skarlatssótt (scarlatina).
Skarlatssóttar er aðeins getið í tveimur héruðum á Austurlandi.
Í4. læknishérað. Skarlatsveikin hefur verið hér öllu skæðari en kikhóstinn, en
þó hafa börn eigi dáið úr henni, nema þar sem hún hefur orðið typhös. Ég hef haft
2 tilfelli af þeirri tegund hennar, og dóu bæði. Veikin kom upp á Seyðisfirði um
mánaðamótin ágúst og september, en eigi varð komizt fyrir, hvort hún fluttist hingað
til lands með Norðmönnum eða kaupförum.