Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 10
1881
8
7. Barnsfararsótt (Febris puerperalis).
Veikinnar er getið í 4 héruðum.
2. læknishérað. Um haustið kom fyrir barnsfararsótt í konum, en var væg
og stóð stutt.
9. læknishérað. Tvær konur veiktust af barnsfararsótt, og lifði önnur, en hin dó.
18. læknishérað. 5 tilfelli.
20. læknishérað. Meningitis puerperalis 1 tilfelli, konan dó, metroperitonitis
puerperalis 2.
8. Heimakoma (erysipelas).
Tilgreind eru 28 tilfelli í 5 héruðum.
Í4. læknishérað. Kona dó úr pseudoerysipelas.
15. læknishérað. 6 tilfelli af erysipelas phlegmonosum, sem endaði með gang-
raena og mors.
17. læknishérað. Erysipelas ambulans 4 tilfelli. Notað var ungv. piceum og
jodkalium, og batnaði öllum fljótt.
18. læknishérað. 15 tilfelli.
20. læknishérað. 1 tilfelli.
9. Gigtsótt (febris rheumatica).
Veikinnar er getið í 3 héruðum.
9. læknishérað. Mér tókst að lækna þrjá sjúklinga af febris rheumatica með
salicylsýru.
lí. læknishérað. Hefur stungið sér niður.
20. læknishérað. 1 tilfelli.
10. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Veikinnar er getið í 11 héruðum. Um fjölda tilfella verður ekkert ráðið af
skýrslum og ekki heldur um tegund veikinnar.
4. læknishérað. Samfara kvefinu gekk hér um tíma lungnabólga, sem varð
mönnum að bana í nokkrum tilfellum.
5. læknishérað. 2 tilfelli. Meðul: tinct. aconiti og chinin.
6. læknishérað. Allmörg tilfelli af lungnabólgu og' brjósthimnubólgu seinni hluta
árs, og var hin síðarnefnda mjög hættuleg, einkum i ungum karlmönnum.
10. læknishérað. Mörg tilfelli hafa komið fyrir af sjúkdómi þessum, enda mun
hann tíður hér, þar sem veður er eins kalt og hráslagalegt. Aðeins tveir dóu.
11. og 12. læknishérað. Stakk sér niður hér og hvar, en hvergi til muna skæð.
14. læknishérað. Það mun vera föst regla, að pneumonia og pleuritis byrji, er
norðaustanstormar hefjast, einkum sé það haust eða vor.
15. læknishérað. 18 tilfelli.