Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 11
9
1881
17. læknishérað. 4 tilfelli. Fengu chinin og digitalis. Öllum batnaði.
18. læknishérað. 9 tilfelli.
20. læknishérað. 2 tilfelli af pneumonia með delirium tremens, báðir dóu.
11. Kvefsótt (bronchitis).
Læknar tala lítið um kvefsótt á árinu, og verður af því að álykta, að hún hafi
ekki verið á gangi venju fremur.
7. læknishérað. Lungnakvef (brystkatarrh) var allalgengt um vorið og fram-
an af sumri.
15. læknishérað. Bronchitis 17 tilfelli.
12. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina v. catarrhus intestinalis acutus).
Blóðsóttar er hvergi getið, og' á iðrakvefi virðisl ekki hafa borið venju fremur.
7. læknishérað. I suðurhluta Barðastrandarsýslu gekk magakvef og febris gastrica,
og tók það þorra heimilismanna á flestum bæjum þar.
10. læknishérað. Catarrhus gastricus. Þessi sjúkdómur er mjög svo algengur
hér, og hefur sumum batnað hann að fullu, er notið hafa meðala og þeirrar aðbúðar,
er nauðsynleg er.
14. læknishérað. Catarrhus acutus ventriculi stakk sér niður.
15. læknishérað. Cholerina 21 tilfelli. Diarrhoea infantum 15.
18. læknishérað. Cholerina 6 tilfelli.
13. Gulusótt (icterus catarrhalis).
Talin eru fram 7 tilfelli í 3 héruðum. Einn sjúklingur dó.
14. Mengisbólga (meningitis).
5. læknishérað. Eitt ungbarn, sem dó.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Tilgreind eru 14 tilfelli af lekanda og 4 af sýfilis, nær öll (eða öll) á útlendingum.
Gonorrhoea:
5. læknishérað. 9 tilfelli, þar af 4 kronisk (8 frakkneskir fiskimenn og 1
danskur).
15. læknishérað. 5 tilfelli, að því er virðist úttendingar.
Syphilis:
5. læknishérað. Gegn syphilis (1 tilfelli) brúkaði ég jodkalium, en veit ei
árangurinn.
15. læknishérað. 3 tilfelli, að því er virðist útlendingar.