Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 12
1881
10
2. Berklaveiki (luberculosis).
Aðeins einn læknir getur um sjúklinga með lungnaberkla.
11. læknishérað. Hef haft 2 sjúklinga yfirkomna af lungnatæringu, en báðir dóu.
19. læknishérað. Ekkert tilfelli hefur verið hér af phthisis, og segja má, að þessi
sjúkdómur sé varla til í landinu, þegar undan eru skilin stöku tilfelli, sem virðast aðal-
lega koma fyrir i vissum fjölskyldum.
3. Holdsveiki (lepra).
2. læknishérað. Þessi viðbjóðslega veiki er nú mjög í rénun hér, og fáir eru
veikir af henni.
5. læknishérað. Við lepra hef ég viðhaft joðmeðul, joðkalium, sol. jodi og
arsenik. Við ulcera ungv. de balsam. peruvian., en ég verð að játa, að tilraunir mínar
hafa komið að litlu haldi, þar sem sjúkdómurinn á sumum (2) hefur verið orðinn
svo magnaður og enn fremur af því, að eigi hefur orðið fylgt þeim dietetisku reglum,
sem ég hef fyrirskrifað.
18. læknishérað. 8 tilfelli.
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Um fjölda sullaveikistilfella verður ekkert ráðið af skýrslum, en 10 héraðslæknar
geta hennar.
4. læknishérað. Um sullaveiki á það við, sem oft er áður getið, að hún er
mjög algeng og áreiðanlega algengari en maður heldur, því að margur vesalings maður
gengur með hana, þó að hann gangi að vinnu með harmkvælum. Við högg eða of-
reynslu verður hann altekinn af sjúkdómnum og leitar þá fyrst læknishjálpar eða
hann deyr af peritonitis, þegar sullhúsið springur og innihald þess, sem oft er purulent,
rennur út í kviðarholið. Sjaldnast fer þá fram rannsókn á líkum, sem oftast eru
langt frá lækninum, og kemur þar einnig til hin almenna óbeit á líkum. Ég hef haft
til meðferðar tvo sjúklinga með ascites, sem vafalaust hefur verið serös vökvi úr sulli.
Hann fannst greinilega hvert sinn, sem ég hafði stungið á. Á öðrum sjúklingnum
stakk ég 6 sinnum og náði út samtals 48 pottum. Hann dó af örmögnun og anasarka.
Hinn, sem ég í eitt skipti tæmdi úr um 11 potta, hefur nú náð sér svo eftir 2V2
mánuð, að hann stundar vinnu sina í búð og situr við skriftir á kvöldin.
5. læknishérað. Getið er um 1 tilfelli af sullaveiki.
7. læknishérað. Auk nolckurra tilfella af diphtheritis hafa flestir sjúklingar kom-
ið vegna sullaveiki og gigtar.
10. læknishérað. 2 tilfelli hafa komið fyrir. Annar sjúklingurinn var 48 ára göinul
kona, og hafði hún kennt þessa sjúkdóms fyrir 20 árum. Neðri rönd lifrarinnar fannst
rétt fyrir ofan efri rönd grindarholsins. Ég viðhafði bruna, og gekk það vel fyrst, en
er komið var inn í vöðva, fór hún eigi að þola hrunann lengur, svo að ég stakk á,
og kom þá út ca. 1V2—2 pottar af graftarlituðum vökva. Daginn eftir ástunguna var
hún allhress, þar til um kvöldið. Fékk hún þá hita mikinn, púls 120, og þorsti mikill