Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 14
1881
12
C. Ýmsir sjúkdómar.
Brjóstveiki.
11. og 12. læknishérað. Læknir getur um langvarandi brjóstveiki í mönnum, sem
fást við heyútlát á vetrum, og kornið hafi af musli því og myglu, sem í því er.
Gigtars júkdómar.
5. læknishérað. Rheumatismus articulorum chronicus mörg tilfelli, sömuleiðis
er rheumatismus musculorum mjög tíður.
Kviðslit.
9. læknishérað. Einn sjúklingur dó af hernia femoralis incarcerata. Ekki var
hægt að reponera þrátt fyrir djúpa svæfingu, og um uppskurð var ekki að ræða
vegna ljósleysis. Eftir að ég hafði notað belladonna-smyrsl 5 daga, fór haullinn sjálf-
krafa í lag, en síðar kvað hafa myndazt ígerð á staðnum, og' sjúklingurinn dó.
Meltingars júkdómar.
5. læknishérað. Af sjúkdómum í organum digestionis hef ég haft fjölda marga
til meðferðar og af engum sjúkdómstegundum fleiri, enda er það náttúrlegt, þar sem
hið óhentuga fæðulag hlýtur að hafa mikil áhrif á meltingarfærin. Ég hef áður bent
á, að hér muni vera skortur á kjöti og kornmat (plastiskri fæðu). Dyspepsia er hér
almenn og kemur ýmislega fram. Pyrosis er alltíð, en eigi hef ég getað séð neitt sam-
band milli hennar og chlorosen, jafnvel þó hún oft sýni sig á chlorotiskum kven-
inönnum. Catarrhus chronicus ventriculi er hér einnig mjög almennur. Af ulcus
vcntriculi hef ég haft 5 tilfelli. Allir þessir sjúklingar voru kvenmenn, allar með
greinilega chlorose, aldur 19—24 ára. Af þeim hefur 2 batnað, hinum lítið eða ekkert
skánað. Hinar 2 hafði ég undir höndum heima hjá mér, meðan á tilraununum stóð,
og lét þær fyrst í lengri tíma drekka mjólk alleina (aðra áfir, hún sýndist ekki þola
mjólk). Síðar fór ég að smágefa þeim extract. carnis Liebig, sol. jodi í smádoser og
Carlsbadersalt. Natr. bicarbon. með bismuth hef ég líka reynt, án þess að geta sagt
með vissu verkun af því.
Niðurgangur í ungbörnum.
2. læknishérað. Niðurgangur kemur oft fvrir í ungbörnum vegna óhollrar fæðu
og vanhirðu. Auk viðeigandi mataræðis hef ég gefið og reynzt bezt mixt. alba og mixt.
mucilaginosa i sambandi með linim. ammon. camphorat. c. opio útvortis.
Phlegmone.
3. læknishérað. Af kirurgiskum sjúkdómum er einkum að nefna phlegmone
diffusa, sem hefur verið algeng hér síðan í ágúst og hefur verið mjög þrálát og
illkynja. Þó hefur aðeins einn maður dáið. Bezt reyndist að gera stóra langskurði
í bólguna og leggja við karbólbakstra.
4. læknishérað. „Bólgusótt“ hefur aftur komið upp á nokkrum stöðum, en eng-
inn dáið, svo að ég viti.
6. læknishérað. í júlí fóru að koma fyrir alvarleg tilfelli af „phlegmonös Rosen“,
og hélt það áfram fram í september. Tveir sjúklingar dóu.