Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 15

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 15
13 1881 9. læknishérað. Um haustið bar óvenjumikið á fingurmeinum og phlegmone. Mörg tilfelli voru af phlegmone diffusa, og skar ég 20 sinnum í á einum sjúklingi. Hann nær sér, en fær staurliði á tveimur fingrum. Einn sjúlkingur dó, þar sem ég kom of seint til að skera í meinið. 17. læknishérað. Phlegmone diffusa 5 tilfelli. Af þeim eru 3 orðnir heilbrigðir, en 2 eru enn undir læknishendi. 18. læknishérað. Phlegmone 9. 20. læknishérað. Phlegmone 3 tilfelli, 1 á brjósti, 1 á síðu og 1 á fótlegg. Miklar ígerðir mynduðust í öllum tilfellum. Slagæðargúlpur (aneurysma a. femoralis). 11. læknishérað. Upptök sjúkdómsins voru, að hann (þ. e. sjúklingurinn) fyrir ~ árum síðan stakk sig með hnífi. Hafði honum þá blætt mjög mikið, en blóðrásin varð stöðvuð á endanum með kompression. Skömmu seinna fór að bera á bólgu- eitli á þessum stað. Fór hann smávaxandi öll þessi ár, án þess að sjúklingurinn hirti um að leita sér lækninga við honum, því að hann kvað hann hefði ekkert bagað sig fyrr en í fyrra vor. Fór hann þá að sýna hann nærfærnum mönnum, sem ráðlögðu honum sitt hver. Sumt voru áburðir, er áttu að eyða bólgu, þvi að flestir voru á því, að það væri bólguígerð. Einn þessara manna fann, að vökvi mundi vera í meinsemd þessari, og hjó tvisvar í með bíldi sínum, en hafði ekki inn úr. En er hann ætlaði að gera það í þriðja skipti, kvaðst sjúklingur hafa tekið fyrir hendur honum og beðið hann að hætta. Skömmu síðar kom hann hér norður. (Hann var úr Skagafjarðarsýslu). Var þessi „tumor“ þá á stærð við barnshöfuð, sýnilega og finnanlega púlserandi, og heyrðist við „auskultation“ hið einkennilega hljóð, sem heyrist við „aneurysma". Það gat þess vegna enginn vafi leikið á því, hver sjúkdómurinn var. Árni læknir Jónsson (héraðslæknir í Skagafirði) vildi helzt ráða til að fara með þetta „aneurysma“ eftir „Antyllusar“-aðferð og eventuelt gera amputatio femoris. Ég gat ekki fallizt á þessa aðferð, því að ég gerði mér litla von um, að exstirpatio eftir undirbindingu fyrir ofan og neðan mundi duga á svo stóru aneurysma, og hefði þá rekið að því, að gera hefði orðið amputatio femoris. Hefði hún þá orðið að gerast fyrir ofan mitt læri, en slíkar amputationir eru mjög hættulegar. Réð ég þá af að gera undirbindingu ofan á a. femoralis eftir aðferð I. Huriters, vegna þess að ég hélt, að það mundi duga, enda var það minna „indgreb“, og sjúklingurinn hélt fæti sínum óskertum. Bundum við svo þannig fyrir a. femoralis í sameiningu, Árni læknir og ég. Kom þá mikil „paren- chymatös“ blóðrás, sem ekki stöðvaðist til fulls fyrr en eftir hálft dægur. Annars gekk undirbindingin vel. Hætti þá undir eins allur æðasláttur og hið suðandi hljóð í aneurysmanu. Leit nú út fyrir, að allt mundi ætla að ganga vel, bólgan fór að smá- minnka og verða linari, og sjúklingur fór að smáhressast eftir blóðmissinn. En það stóð því miður ekki lengi, því að eftir svo sem vikutíma frá undirbindingunni fór að koma merki upp á pyaemia, og svo fór að suða dálítið í aneurysma-bólgunni. Sá ég þá, að ekki mundi annað duga en skera upp aneurysmasekkinn og undirbinda æðar þær, sem kynni að blæða úr. Skar ég svo upp sekkinn og hafði mér til aðstoðar við það herra cand. med. et chir. Þórð Thoroddsen á Möðruvöllum. Sekkurinn sást þá að vera fullur af blóðlifrum og dálitlum grefti. Hreinsaði ég hann svo fyrir þessu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.