Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 25
23
1882
6. Taugaveiki (febris typhoidea).
Veikinnar er getið í 7 héruðum og faraldurssnið á a. m. k. í 4. læknishéraði.
Fáir taldir hafa látizt úr henni.
4. læknishérað. Taugaveikifaraldurinn frá fyrra ári hélt áfram og breiddist út
jafnt, en hægt, um suðurhluta héraðsins, en er nú í norðurhlutanum. Hún hefur
einkum tekið fólk frá 6 til 35 ára, og enginn eldri en fertugur hefur mér vitanlega
veikzt. Undantekning er, að yngra fólk hafi sloppið á þeim bæjum, sem veikin hefur
á annað borð komið á. Undarlega langt hefur þó liðið í milli tilfella, jafnvel mánuðir.
Oftast hefur veikin staðið 5 til 10 eða 12 vikur. Manndauði hefur verið óvenjulítill,
miðað við hinn geysilega manndauða í sumum taugaveikifaröldrum hér á landi.
7. læknishcrað. Stakk sér niður á nokkrum stöðum, og fáeinir dóu.
8. læknishérað. Veikindi stungu sér niður á einstaka bæ, sem ég hygg, að hafi
verið febris tj'phoidea, en sjálfur hafði ég engan slíkan sjúkling undir höndum.
9. læknishérað. 7 tilfelli, 1 dó.
11. læknishérað. Stakk sér niður, en varð enguin að bana.
15. læknishérað. Hefur ekki komið fyrir nema sporadiskt, alls hjá 15 sjúkling-
um, en í flestum tilfellum var hún væg.
18. læknishérað. Takmarkaður faraldur í austurhluta héraðsins.
7. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina et catarrhus intestinalis acutus.).
2. læknishérað. Væg cholerina gekk stuttan tíma.
4. læknishérað. Iðrakvef mjög algengt, einkum um veturinn, og var óvenjulega
þrálátt. Sjaldan blóðniðurgangur.
5. læknishérað. Cholerina 11 tilfelli.
7. læknishérað. Um haustið og fram að áramótum bar allmikið á febris gastrica,
sem var fremur þungur og langvinnur.
9. læknishérað. 15 tilfelli af diarrhoea. Catarrhus gastricus mörg tilfelli.
15. læknishérað. Dysenteria 3, cholerina 10, diarrhoea infantum 15.
8. Heimakoma (erysipelas).
Talin fram 13 tilfelli í 3 læknishéruðum, en veikinnar er að litlu getið.
9. Gigtsótt (febris rheumatica).
Tilgreint aðeins 1 tilfelli í 9. læknishéraði.
10. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Getið í 10 héruðum.
4. læknishérað. Hefur ekki verið mjög útbreidd. Hættulegust börnum og
gamalmennum.