Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 26
1882
24
5. læknishérað. 8 tilfelli (og brjósthimnubólga 13).
6. læknishérað. Á nokkrum stöðum kom upp lungnabólga og brjósthimnu-
bólga um vorið.
8. læknishérað. Lungnabólga kom fyrir í stöku manni, en var eigi skæð, eins
og ég yfir höfuð að tala eigi get sagt, að lungnabólgan, sem er einhver hin almenn-
asta veiki hér, sé mjög skæð hér í sýslu.
9. læknishérað. 3 tilfelli, 1 dó.
10. læknishérað. 2 tilfelli. Báðum batnaði.
11. og 12. læknishérað. Pneumonia hefur verið mjög almenn í þessum læknis-
dæmum. Auk þess sem hún var mjög almennur fylgisjúkdómur mislinganna, var
hún að stinga sér niður, eftir að þeim var aflétt, árið út. Þó hefur hún hvorki verið
mjög áköf né mannskæð.
15. læknishérað. 20 tilfelli. Þessi veiki, sem varla gerði vart við sig fyrstu árin
mín hér, 1869—72, er nú orðin miklu tíðari.
20. læknisliérað. 1 tilfelli.
11. Kvefsótt (bronchitis).
Getið í 7 héruðum.
4. læknishérað. Var á ferð haust og vor eins og venjulega.
5. læknishérað. Bronchitis acuta tíð í janúar og mjög tíð í apríl.
8. læknishérað. Hér um sýslu hafa gengið tíðar kvefsóttir, ekki mannskæðar,
á hverju ári.
9. læknishérað. 14 tilfelli.
11. læknishérað. Aðrir ofkælingarsjúkdómar (en lungnabólga), svo sem lungna-
himnubólga og kvefveiki, hafa gengið hér almennt seinna hluta ársins og lagzt mjög
þungt á fólk, en orðið mjög fáum að bana.
15. læknishérað. Þung kvefsótt gekk um vorið og veturinn.
20. læknishérað. Væg kvefsótt gekk í júni.
12. Hálsbólga (angina tonsillaris).
Getið í aðeins 2 héruðum, 5 tilfelli í 9. héraði og 49 í 15.
13. Ristill (herpes zoster).
Getið aðeins í 9. héraði og þar talin fram 3 tilfelli.
14. Gulusótt (icterus catarrhalis).
2. læknishérað. Gulusótt (icterus) sem afleiðing af lifrarbólgu er mjög algeng
í landinu. Ein kona dó úr þeim sjúkdómi. Við byrjandi Iifrarbólgu hef ég notað
kamala til inntöku, en ungv. hydrargyri útvortis.