Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 27
25
1882
15. Stífkrampi (tetanus).
Aðeins getið í Vestmannaeyjum (20. læknishéraði). Þar dóu 2 úr veikinni.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
11. læknishérað. Gonorrhoea: Tveir Norðmenn, annar með strictura urethrae.
15. læknishérað. Rheumatismus gonorrhoicus 1, chancre 2, syphilis const. 2,
gonorrhoea 1, allt Norðmenn.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Aðeins getið í einu héraði.
15. læknishérað. Phthisis 2, annar Norðmaður, en hinn íslendingur, sem var
sendur hingað upp frá Kaupmannahöfn í vor, en dó eftir nokkrar vikur.
3. Holdsveiki (lepra).
2. læknishérað. Er í rénun. Á árinu dóu aðeins tveir úr holdsveiki.
5. læknishérað. 2 sjúklingar frá árinu áður.
8. læknishérað. Læknir veit um aðeins einn mann holdsveikan.
20. læknishérað. Tveir menn eru hér holdsveikir. Annar er limafallssjúkur, en
á hinum eru báðar tegundir samtvinnaðar.
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Frá veikinni er sagt í 11 læknishéraðum.
2. læknishérað. Lifrarsjúkdómar, svo sem lifrarbólga, sullir og ígerðir hafa komið
fyrir hingað og þangað eins og venjulega.
5. læknisliérað. Echinococcus 27 tilfelli. Tvisvar gerð palliativ punktur með aspira-
tion og tæmt út töluvert af vökvanum. Engin peritonitis. Eitt tilfelli af icteruscholaemia
— mors. Við flest tilfelli ekkert gert nema symptomatiskt.
8. læknishérað. Sullaveiki er hér eigi tíð, og ég veit eigi sem stendur af fleiri en
10 slíkum sjúklingum í 4 næstu sveitum.
9. læknishérað. Echinococcus hepatis 2. Á öðrum sjúklingnum var stungið 5
sinnum án árangurs. Að lokum opnaðist sullurinn inn í lunga, og sjúklingur hóstaði
honum upp. Hann var þó ekki orðinn nema beinin og skinnið og dó.
10. læknishérað. 2 tilfelli. Annar sjúklingur var stúlka á 12. ári. Hafði hún haft
sjúkdóm þennan í 8 ár. Sullirnir voru á víð og dreif um lífið, og viðhafði ég bruna og
brenndi 3 sullina. Hafði hún mjókkað æði mikið og var orðin nokkuð liress, en þá
dó hún úr mislingum (hypostatisk pneumoni). Hinn sjúklingurinn, 35 ára kona, hafði