Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 31
29
1882
11. læknishérað. Fract. cruris 1, femoris 1, congelatio 1.
15. læknishérað. Laesio capitis 1, thoracis et columnae 1 (Norðmenn), abdominis
et thoracis (barn, sem varð undir grjóthrúgu). Allir dóu. Vulnus sclopetorium manus
L transcisio a. radialis et ulnae 1. Báðir læknuðust. Ambustio 4. Fract. claviculae 1,
gangraena af kali 1.
20. læknishérað. Fract. radii 1, vulnus genus 1.
VI, Ýmislegt.
1. Skottulæknar.
8. læknishérað. Skottulækningar eru hcr í sýslu talsverðar, svo ég get eigi sagt,
að mín sé nokkuð vitjað nema úr næstu sveitunum í kringum mig, og skal ég aðeins
tilnefna tvo, Jónas nokkurn, kenndan við Tunguháls, og Jón á Hornstöðum. Að
ég viti, hafa þeir eigi hér í sýslu beinlínis bakað mönnum líftjón eða heilsutjón, en
oft með því að draga úr að vitja reglulegrar læknishjálpar gert óbeinlínis mikinn
skaða.
15. læknishérað. Að læknisstaðan sjálf ekki er í mikilli virðingu hér á landi,
sést á því, hvaða sægur af fáfróðum hómópötum getur þrifizt hér, enda er það engin
furða, þegar Alþingi jafnvel vill autorisera þá.
2. Sjúkrahús.
11. læknishérað. Á sjúkrahúsinu á Akureyri lágu 42 sjúklingar á árinu (1 lagð-
ur inn tvívegis), 30 karlar, 9 konur og 3 börn. Legudagafjölda er ekki getið. Sjúk-
dómar voru þessir: Anaesthesia pedum 1, arthritis chronica genus 1, arthritis genuum
1> blepharospasmus 1, caries dentium 2, contusio oculi 1, coxalgia et abscessus
frigidus 1, distorsio pedis 1, febris typhoidea 1, fract. costarum 1, gastricismus 1,
hypertrophia prostatae et retentio urinae 2, melancholia með æðisköstum 1, morbilli
19, panaritium 2, phlegmone pectoris 1, pleuritis 1, scorbutus 1, tumor cysticus colli
(exstirpatio) 1, tumor cysticus mammae (enuchleatio) 1, vulnus contusum capitis 1.
—- Enginn sjúklinganna dó, og allir voru brautskráðir á árinu.
3. Bólusetning.
2. læknishérað. Fór fram um vorið.
4. læknishérað. Fór vel fram.
5. læknishérað. Lítið sem ekkert bólusett.
6. læknishérað. Bólusetning hefur farið vel fram.
7. læknishérað. Bólusetning fór almennt frain.
9. læknishérað. Bólusetning vanrækt víða í héraðinu. Til þess að ráða bót á
því bólusetti ég sjálfur um 400 manns, en varð að hætta, þegar mislingarnir gusu upp.
10. læknishérað. Bólusetning fór fram.
11. og 12. læknishérað. Bólusetning fór fram, en þó var mikill skortur á bóluefni.