Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 33
1883
I, Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1883 69772 (71175).
Lifandi fæddust 2112 (2299) börn, eða 30,3%o (32,3%0).
Andvana fæddust 69 (94) börn, eða 31,6%0 (39,3%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 31.
Manndauði á öllu landinu var 2133 (3259) menn, eða 30,6%o (45,8%0).
Á 1. ári dóu 509 (1010) börn, eða 241,0%„ (439,3%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 121 (104 drukknuðu, 17 af öðrum slysum).
Sjálfsmorð voru 4.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Rauðir hundar gengu víða á landinu, en ekki voru teljandi faraldrar af öðrum
farsóttum. Flestir læknar telja heilsufar hafa verið gott og sumir ágætt. Samt varð
manndauði mikill, og veltir landlæknir fyrir sér orsökum hans (í skýrslu fyrir árið
1885). Segir hann m. a.:
Þegar þess er gætt, að allt heimilisfólk á fjölda bæja lá veikt og gat ekki stundað
bjargræðisvegi sína, er augljóst, að eymd og volæði fátækrar þjóðar hefur aukizt
mjög um veturinn, og börn og gamalmenni, sem gædd eru minnstum viðnámsþrótti,
hafa ekki þolað neyðina og látið lífið. Auk þess hefur mislingafaraldurinn árið áður
dregið úr viðnámsþrótti gegn öðrum sjúkdómum, enda var mjög algengt, að sjúkling-
ar, sem áður höfðu verið hraustir, teldu veikindi sín hafa byrjað upp úr mislingun-
um. Einnig fór skyrbjúgur i vöxt eftir veikina. — Aðalfaraldurinn á árinu var
rubeolae, sem ekki kvað hafa gengið í landinu mörg undanfarin ár. Ekki veitti það
vernd gegn sjúkdómnum, þótt menn hefðu fengið mislinga árið áður. Öllum skýrslum
ber saman um, að faraldurinn hafi verið mjög vægur, og ég veit ekkert mannslát af
völdum hans. Þess vegna álít ég, að hann hafi ekki haft nein veruleg áhrif á dánar-
töluna.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varieellae).
15. læknishérað. 4 tilfelli.