Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 38
1883
36
15. Hitasótt (febris gastrica).
5. Iseknishérað. Febris gastrica eða abortiv typhus 19 tilfelli.
16. Gulusótt (icterus catarrhalis).
15. læknishérað. Þrír Norðmenn.
17. Stífkrampi (tetanus).
20. læknishérað. 1 tilfelli, banvænt.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
1. læknishérað. Svphilis 1 útlendingur.
5 læknishérað. Gonorrhoea 2 útlendingar.
12. læknishérað. Syphilis 6 útlendingar.
15. læknishérað. Gonorrhoea 2, chancre 1, allt Norðmenn.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
11. læknishérað. Ekkert tilfelli af phthisis pulmonum.
3. Holdsveiki (lepra).
2. læknishérað. 5 tilfelli.
5. læknishérað. 4 tilfelli, 2 dóu. Við þá, sem lifa, hef ég reynt jodkali, arsenik
og ol. jec. aselli, án þess að sjá nokkurn verulegan bata, enda brúkar hvorugur
þeirra meðul að staðaldri.
11. læknishérað. Læknir telur sig ekki vita um neinn holdsveikan i héraðinu.
20. læknishérað. Þrir menn eru hér holdsveikir.
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Greint er frá veikinni í 14 héruðum.
1. læknishérað. Blóðuppgangur frá brjóstinu hefur eins og áður við og við
komið fyrir, oftast í sambandi við lungnasulli, sem án alls efa eru hér býsna almennir.
2. læknishérað. 7 tilfelli, 6 með sull í lifur, 1 í lungum. Ég álít veikina ekki
mjög tíða í þessu umdæmi. — Læknir stakk nokkrum sinnum á 26 ára stúlku, sem
var illa haldin af sull í lifur, en hún dó.
3. læknishérað. 9 tilfelli, allt sullir í kviðarholi, tveir með gulu, og dó annar.
Einum sjúklingi batnaði við það, að sullurinn sprakk og tæmdist út i meltingar-
veginn. Engin aðgerð.