Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 41
39
1883
C. Ýmsir sjúkdómar.
Atresia ani.
2. læknishérað. Þetta tilfelli kom fyrir mig seint í júlimánuði. Ég var sóttur
24 tímum eftir fæðinguna. Barnið var drengbarn, fullburða og rétt skapað að
sjá. Það drakk með lyst, en hafði þó uppköst á milli. Ekkert op fyrir anus og
engin upphækkun á þeim stað, en þó mátti þar sjá nokkra hrevfingu niður á við
í hvert sinn, sem barnið rembdist. Ég gaf laxantia og beið í 16 tíma. Eftir þann
tíma var ástandið sama, uppköstin tíðari, barnið daufara, engin upphækkun að
sjá í regio analis. Sá ég því eigi annað fært en gera incisio og skera eftir þeirri
stefnu, er rectum hefur, en það var til einskis, og þegar ég var búinn að skera svo
langt, að hætt var við, að peritoneum hefði skaddazt, ef lengra hefði verið farið, þá
stakk ég með troicart upp. Fékk ég þá með sondu og innsprautan af volgu vatni
dálítið út af faeces. Lét ég pipuna liggja inni og lagði svo fyrir, að inn skyldi sprauta
volgu vatni við og við. Tveim dögum seinna frétti ég, að uppköstin hefðu aukizt og
við eitt þeirra hafi pípan skotizt út og barnið dáið nokkru á eftir.
Brjósthimnubólga.
6. læknishérað. í febrúar, marz og apríl var brjósthimnubólga í norðurhluta
héraðsins mjög hættuleg, einkum á fólki með skyrbjúg, en af því var óvenjulega
margt meðal fiskimanna.
Erysipelas phlegmonosum (bólguveiki).
2. læknishérað. Af þessum sjúkdómi, sem hin síðustu ár kvað hafa verið svo
almennur hér, hef ég aðeins haft 1 tilfelli. Það var á karlmanni og kom í hægri fót.
Caries kom í metatarsus, svo að gera varð amputatio.
7. læknishérað. Þó nokkur tilfelli af illkynja phlegmone.
Erythema multiforme.
1. læknishérað. Kvilli þessi, sem eigi hefur gengið hér, síðan ég varð hér læknir,
kom upp í sumar og greip mesta fjölda af ungu fólki. Þannig fengu hann rétt allir
skólapiltar. Veikin var væg. Fylgdi henni þó fyrstu dagana talsverð sóttveiki og
hálsilta.
Hjartasjúkdómar.
1. læknishérað. Af sjúkdómum í hjartanu hef ég svo að kalla eigi séð nein
tilfelli, og er enginn efi á þvi, að hjartasjúkdómar eru hér ekki tíðir og langt frá
því eins tiðir og annars staðar.
Geðsjúkdómar.
Tilgreind eru 95 tilfelli af hysteria i 4 héruðum og 8 tilfelli af hypochondria í 2
liéruðum.
Magasár.
Talin eru fram 13—14 tilfelli í 5 héruðum.
1. læknishérað. Ulcus ventriculi, sem annars kemur hér sjaldan fyrir, hef ég
ugglaust álitið á 3 eða 4 stúlkum.