Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 42
1883
40
Slajrb júgur.
Herjaði víða á árinu.
1. læknishérað. Gekk hér ura vorið og fram eftir sumri, og hefur hann aldrei,
síðan ég kom hingað, verið eins almennur. Þó veit ég eigi til, að neinn hafi dáið
úr honum. Veikin var eðlileg afleiðing af bágbornum kringumstæðum alþýðu, þar
sem mataræði nálega eingöngu var óbættur vatnsgrautur og malað kaffi. Alls sá ég
29 tilfelli.
2. læknishérað. Skyrbjúgsepidemi var bjujuð, þegar ég kom í héraðið, og hélt
áfram fram eftir sumri. Illt var að fást við sjúkdóminn, þar eð ómögulegt var að
fá handa sjúklingunum vegetabilska fæðu eða mjólkurmat. Alls tilgreind 34 tilfelli.
5. læknishérað. Fáein tilfelli (sjómenn).
11. læknishérað. í vor, er leið, hafði ég ýmis sjúkdómstilfelli af skyrbjúg. Var
það helzt í Höfðahverfi og hefur sjálfsagt komið til af óhentugu matarhæfi, menn
höfðu þar almennt ekkert af kálmeti og engin jarðepli. Eins og vanalega bar einnig
á þessari veiki á hákarlaskipum.
12. læknishérað. 7 tilfelli.
T anns júkdómar.
1. læknishérað. Hef séð mörg tilfelli af tannverk.
2. læknishérað. Með odontalgia hafa leitað til mín 92 sjúklingar, og er hann
langalmennasti sjúkdómur í minu héraði. Hjá 45 hef ég ,,fyllt“ færri eða fleiri tennur,
en gert extractio hjá 37.
9. lælcnishérað. Caries dentium 20 tilfelli.
17. læknishérað. Caries dentium 4 tilfelli.
20. læknishérað. Tannpína hér mjög algeng.
Æxli.
9. læknishérað. Tumor (neoplasma) 8.
12. læknishérað. Tumor abdominis 4, atheroma folliculare capitis 2, cystis 2.
19. læknishérað: Epithelioma labii inf. exciderað með því að skera % hluta
vararinnar. Munnurinn varð mjög þröngur fyrst, en víkkaði svo, að ekki sakaði.
III. Fæðing-ar.
1. læknishérað. Tangarfæðing 6 sinnum. Vending með eclampsia einu sinni.
2. læknishérað. Sóttur 8 sinnum til sængurkvenna og einu sinni vegna graviditas
simulata. Ein tangarfæðing, annars adynamia uteri. 2 fósturlát.
3. læknishérað. Tvisvar viðstaddur fæðingu. í öðru tilfellinu var placenta
praevia totalis, og dó bæði móðir og barn. í hinu var lögð á töng, og lifðu bæði.
5. læknishérað. Accouchement 1, retentio placentae 1, haemorrhagia post
partum 1.
9. læknishérað. Læknir var viðstaddur 4 fæðingar. Ein þeirra var óregluleg.
Þrengsli voru í grindinni hægra megin. Höfuð barnsins var mjög stórt, en konan
komin á fertugsaldur og hafði eigi alið barn fyrr. Þegar ég kom, var legvatnið farið
fyrir löngu, fæðingarhríðirnar mjög linar, og fóstrið mun hafa verið nýdáið. Ég