Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 43
41
1883
náði barninu með fæðingartöngum. Það sprakk fyrir á holdbrúninni. Sárið var saum-
að með 2 serres fines og greri á 3 dögum. Konunni heilsaðist vel, meðan hún lá á
barnssæng, en síðar sýktist hún af taugaveiki, og eftir það magnaðist mjög sulla-
veiki, er hana hafði þjáð í mörg ár.
11. læknishérað. Læknir viðstaddur 4 fæðingar. Tvisvar lög'ð á töng.
12. læknishérað. Tangarfæðing 1, framdráttur 1, losuð fylgja 1.
14. læknishérað. Eitt barn tekið með töng. Móðir og barn dóu.
18. læknishérað. Læknir var sóttur lil konu vegna eclampsia. Móðir og barn dóu.
19. læknishérað. Accouchement 1, annað tvíburabarn. Fyrra barnið fætt á fót-
unum, hið siðara handleggsfæðing. Yfirsetukonan fór upp með höndina og náði í
fót, en varð að hætta við. Þegar ég kom, 10 stundum eftir að handleggurinn fæddist,
var handleggurinn upp að cubitus fyrir utan genitalia externa. Við exploratio fannst
hægri fótur niðri í vagina. Dró ég hann út fyrir genitalia externa, en þá vildi fóstrið
ómögulega snúast við, svo að eftir nokkrar öflugar tractionir lét ég konuna leggjast
á vinstri hlið til þess að vita, hvort fóstrið snerist við af sjálfu sér. Eftir hálftíma
snerist það fullkomlega af sjálfu sér og fæddist, án þess að frekari tractionir væru
gerðar. Það var fyrir löngu dautt.
20. læknishérað. Fylgja sótt þrívegis.
IV. Yfirsetukonor.
5. læknishérað. Þetta ár hafa þrjár yfirsetukonur komið í héraðið, og hafa 2
lært á ísafirði, en 1 í Stykkishólmi.
V. Slysfarir.
1. læknishérað. Ambustio, congelatio, contusiones variae, vulnera; fract. humeri
2, radii 1, fibulae 1, lux. humeri 1, corpus alienum oculi.
2. læknishérað. Ambustio 1, commotio hepatis 1, congelatio 1, contusio 14,
corpus alienum 1, distorsio 1, fractura 3, lux. axillae 1, vulnus 6.
5. læknishérað. Congelatio pedis með gangraena, síðan resectio á capita ossium
metatarsi.
7. læknishérað. Fract. antebrachii 3, claviculae 2, mikill bruni 3.
9. læknishérað. Congelatio 2, combustio 2, vulnus 3, contusio humeri 2, lux.
humeri 1, fract. fibulae 1, ossis ilei 1.
10. læknishérað. Fract. tibiae 1.
11. læknishérað. Fract. radii 1, lux. humeri 1.
12. læknishérað. Corpus alienum oculi 6, distorsio 8, vulnus 9, lux. humeri 1,
fract. femoris 1.
15. læknishérað. Fract. humeri 1, claviculae 1, distorsio pedis 4, manus 2,
contusio 8, laesio manus 1, capitis 2, pedis 2, ambustio 7.
18. læknishérað. Ambustio 2, fract. femoris 2, lux. radii 1.
20. læknishérað. Tveir menn hröpuðu til dauðs.